fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Sólveig og Ragnar – harðari verkalýðsbarátta framundan

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. mars 2018 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

80 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hjá Eflingu kusu Sólveigu Önnu Jónsdóttur – og stéttabaráttu. Í raun eru þetta stórtíðindi innan verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig dregur ekki dul á að hún er sósíalisti og hún hefur meðal annars starfað með alþjóðlegum samtökum sem nefnast Attac sem berjast gegn kapítalisma og hnattvæðingu.

Efling er eitt stærsta verkalýðsfélag landsins. Fyrir er Ragnar Þór Ingólfsson í stærsta verkalýðsfélaginu, VR. Hann telst varla vera sósíalisti eins og Sólveig Anna – starfaði um tíma innan Dögunar – en þau ná saman í gagnrýni á hina hefðbundnu verkalýðshreyfingu og vilja til að fara í harðari aðgerðir.

Með þau tvö í forystu fyrir þessum stóru verkalýðsfélögum erum við að horfa fram á harðari verkalýðsbaráttu – sem ríkisstjórn sósíalistans Katrínar Jakobsdóttur þarf að takast á við. Og nú fer verulega að hitna undir Gylfa Arnbjörnssyni og ríkjandi öflum í Alþýðusambandinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“