Stjórnarandstöðunni tókst að koma ríkisstjórninni í bobba í vantraustsumræðunni í gær. Vinstri græn eru sár eftir. Ráðherra Sjálfstæðisflokksins kemur í útvarp og segist líta svo á að meirihluti ríkisstjórnarinnar sé 33 þingmenn, ekki 35. Andrés og Rósa eru ekki lengur með samkvæmt þessu.
Hinn ágæti stjórnmálaskýrandi Sigurjón Magnús Egilsson skrifar á vef sinn, Miðjuna, að Píratar séu „öflugasta stjórnarandstaðan í áratugi“.
Píratar eru vissulega kröftugir í stjórnarandstöðu, í flokknum virðist líka vera mikil þrákelkni, þeir gefast ekki upp, sleppa ekki, halda látlaust áfram að hamra á sömu málunum. Kannski mætti orða það svo að þeir séu prinsíppfastir.
+
En hvað varðar öfluga stjórnarandstöðu vantar þá enn talsvert upp á að jafnast við það sem var í þinginu 2009 til 2013. Þá heldu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson uppi andstöðu sem kom ríkisstjórninni hvað eftir annað í vandræði. Fylgið tættist af enni, stjórnarliðar gáfust upp og fóru í andstöðu, þeim tókst að koma í veg fyrir að stór mál næðu fram að ganga – og Sigmundur dansaði í kringum stjórnina í Icesave.
Svo geta menn deilt um hvenær stjórnarandstaða er uppbyggileg og hvenær ekki? Kannski ræðst það dálítið af sjónarhorninu.