fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Ríkisendurskoðun: Jákvæðar breytingar á barnaverndarmálum

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Guðbrandsson fór nýlega í ársleyfi sem forstjóri Barnaverndar

Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka fjórar ábendingar sem beint var til velferðarráðuneytis árið 2015 um stöðu barnaverndarmála á Íslandi. Stofnunin rekur þær breytingar sem unnið er að í nýrri skýrslu og segir þær jákvæðar. Þetta segir í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu.

Ábendingarnar lutu að samstarfi barnaverndaryfirvalda, framkvæmdaáætlun í barnavernd, sérhæfðum meðferðarúrræðum og stjórnsýslulegri stöðu Barnaverndarstofu.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýlega fór í ársleyfi frá störfum vegna framboðs til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna, hefur verið umdeildur í starfi sínu. Um hann er þó ekki fjallað í skýrslunni.

Eftirfarandi er tilkynning Ríkisendurskoðunar með skýrslu hennar til Alþingis sem birt var á vef stofnunarinnar í dag:

„Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka fjórar ábendingar sem beint var til velferðarráðuneytis árið 2015 um stöðu barnaverndarmála á Íslandi. Ráðuneytið er engu að síður hvatt til að stuðla að góðu samstarfi barnaverndaryfirvalda og eyða þeim samskiptavanda sem ríkt hefur milli aðila. Mikilvægt er að hagsmunir barna séu ávallt hafðir að leiðar­ljósi við ákvarðana­­töku innan mála­flokksins.

Í nýrri eftirfylgniskýrslu fagnar Ríkisendurskoðun undirbúningi velferðarráðuneytis að mótun nýrrar stefnu á sviði barnaverndar til ársins 2030. Í þeirri vinnu er stefnt að virku og víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Einnig er stefnt að því að afmarka stjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðuneytisins gagnvart Barnaverndarstofu og skýra sjálfstæði stofnunarinnar.

Núgildandi framkvæmda­áætlun á sviði barna­verndar kveður á um stofnun nýs með­ferðar­­heimilis fyrir unglinga á höfuðborg­ar­svæðinu og eins hefur velferðarnefnd Alþingis til umfjöllunar frumvarp sem fjallar um rétt barna með fjölþættan vanda til einstaklingsbundinnar þjónustu. Sömuleiðis vinnur ráðuneytið að reglugerð um þjónustu og búsetuúrræði fyrir þann hóp.

Með stofnun Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu, sem taka á til starfa í apríl nk., verður  leitast við að efla stjórnsýslu barnaverndar og aðskilja stjórnun og eftirlit frá veitingu þjónustu. Flutningur verkefna frá Barnaverndarstofu krefst endurskoðunar laga og er frumvarp þess efnis á þingmálaskrá yfirstandandi löggjafarþings. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að hugað verði að því að sameina þjónustuverkefni á sama sviði, í samræmi við tillögur nefndar um endurskoðun stjórnsýslu og eftirlits á sviði félagsþjónustu og barnaverndar frá maí 2016.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu