fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Lögðu fram vantrauststillögu á Sigríði – Vita ekki hug Andrésar og Rósu

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra seint í gærkvöldi. Samkvæmt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, er hefð fyrir því að slíkar tillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri, en Steingrímur J. Sigfússon sagði við mbl.is að tillagan verði tekin fyrir eins fljótt og aðstæður leyfi.

 

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sögðust í samtali við Eyjuna ekki vita hug þeirra Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna VG, varðandi vantraust í garð Sigríðar. Þau tvö voru mótfallinn ríkisstjórnarsamstarfi VG við Sjálfstæðisflokkinn.

 

Ekki náðist í þau Rósu og Andrés.

 

Ríkisstjórnin reiðir sig á 33 þingmenn meirihlutans gegn 28 þingmönnum stjórnarandstöðunnar, án Rósu og Andrésar.  Þó svo að þau Andrés og Rósa greiddu með tillögunni um vantraust, þyrfti stjórnarandstaðan samt sem áður tvo aðra þingmenn úr röðum stjórnarinnar til þess að samþykkja tillöguna.

Gera má ráð fyrir að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji tillöguna, en Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði við Vísi í gær að hún vildi stíga varlega til jarðar og bíða niðurstöðu Hæstaréttar í dómsmálinu er snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara.

Þá herma heimildir Eyjunnar að allir þingmenn Miðflokksins muni styðja tillöguna.

 

Óneitanlega er VG í óþægilegri stöðu að þurfa að verja ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem gerðist brotlegur við stjórnsýslulög. Á samfélagsmiðlum er ýmsum tíðrætt um hvort og þá hvernig þingmenn VG muni verja Sigríði Á. Andersen í pontu Alþingis fyrir vantrausti. Er fólk þá ekki endilega að horfa til niðurstöðunnar, heldur hvaða rökum verði beitt Sigríði til varnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra, þar á meðal Sigríðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka