Stjórn Frelsisflokksins hefur ákveðið að flokkurinn bjóði m.a. fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Stjórn flokksins mun stilla upp fullmönnuðum framboðslista innan tíðar, en ákveðið hefur verið að Gunnlaugur Ingvarsson formaður Frelsisflokksins muni verða oddviti listans í Reykjavík.
Helstu áherslur í innanríkismálum eru meðal annars uppstokkun á RÚV og stjórnkerfinu, forgangur íslenskra þegna sem og andstaða við fóstureyðingar:
Frelsisflokkurinn berst gegn miðstýringu þjóðfélagsins, en fyrir frelsi einstaklinga og samtaka þeirra. FRELSI er kjarninn í hugmyndafræði flokksins og ber hann jafnrétti þegnanna fyrir brjósti og fátækt eigi ekki að líðast á Íslandi.
Málefni öryrkja og aldraðra verða ætíð í fyrirrúmi hjá Frelsisflokknum. Íslenskir þegnar njóta forgangs í íslensku samfélagi.
Frelsisflokkurinn vill valddreifingu og jafnrétti landshlutanna og flokkurinn vill oftar leysa stór og umdeild mál með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Frelsisflokkurinn vill uppstokkun og mannfækkun í stjórnkerfi landsins.
Æviráðningu embættismanna þarf að leggja af og skipunartími ráðuneytisstjóra skal fylgja viðkomandi ráðherra. sem hann velur sér hverju sinni.
Frelsisflokkurinn styður frjálsa fjölmiðlun en niðurskurð og algjöra uppstokkun á RÚV.
Frelsisflokkurinn er á móti þöggun og skoðanakúgun.
Frelsisflokkurinn styður herta löggæslu, herta landhelgis- og tollgæslu og aukna þátttöku Íslendinga í vörnum landsins.
Frelsisflokkurinn berst fyrir því að allar helstu auðlindir landsins verði í eigu þjóðarinnar og veigamestu samfélagsfyrirtækin, s.s. Landsvirkjun og orku- og vatnsfyrirtæki.
Frelsisflokkurinn hafnar lagningu sæstrengs til útlanda og styður að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að umbylta í frelsisátt og leggja núverandi kvótakerfi af. Staðinn skal vörður um íslenskan landbúnað og íslenska bústofna.
Fjármálakerfinu þarf að breyta í grundvallaratriðum með það í huga að bankar fái ekki lengur að búa til peninga, sbr. þjóðpeningakerfið.
Frelsisflokkurinn vill afnema verðtryggingu og allsherjar uppstokkun á lífeyrismálum landsmanna.
Taka þarf upp húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd og verkamannabústaðakerfið tekið upp að nýju.
Flokkurinn beitir sér fyrir því að endurskoða menntakerfið frá grunni, m.a. með því að veita námsstyrki í stað námslána til 25 ára aldurs.
Mikilvægt er að heilbrigðis- og menntakerfið lúti ætið yfirstjórn íslenska ríkisins. Þó þannig að ríkið geti falið einkaaðilum rekstrarleg verkefni, er m.a. stuðli að hagkvæmni og sparnaði í rekstri. Slíkt fyrirkomulag má þó aldrei bitna á jöfnuði íslenskra þegna í velferðarkerfinu, hvorki með tilliti til efnahags eða búsetu.
Flokkurinn hafnar nýju frumvarpi um fóstureyðingar.
Helstu utanríkisáherslur flokksins eru til dæmis hert landamæraeftirlit- og löggjöf, andstaða við íslamvæðingu í Evrópu og úrsögn úr Schengen, Tisa og endurskoðun á EES samningnum:
Frelsisflokkurinn hafnar alfarið aðild Íslands að ESB, Schengen og TISA og vill endurskoða EES með tvíhliða viðskiptasamning við ESB í huga. Frelsisflokkurinn styður aðild að SÞ og Nato og vill efla norrænt samstarf.
Frelsisflokkurinn vill herða landamæraeftirlit og afnema núgildandi útlendingalög og herta innflytjendalöggjöf.
Óskoruð fullveldisyfirráð yfir landamærum og landhelgi Íslands er hornsteinn þjóðríkjahugsjónarinnar.
Frelsisflokkurinn styður frjálsa viðskiptasamninga frjálsra þjóða um heim allan á jafnréttisgrundvelli til hagsbóta öllum þjóðríkjum.
Flokkurinn berst því gegn hinni óheftu alþjóðavæðingu sem hefur stórskaðað hagsmuni og lífsafkomu íbúa þjóðríkja víða um heim.
Frelsisflokkurinn vill afnám viðskiptabanns á Rússa.
Flokkurinn lýsir fullri andstöðu við íslamsvæðingu Evrópu og hafnar moskubyggingu múslima á Íslandi. Hryðjuverkaógnin má ekki ná til Íslands.