fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Björn Leví gerði grín að ummælum Páls í pontu Alþingis-Uppskar mikinn hlátur

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, uppskar mikinn hlátur þingheims í dag, er hann rifjaði upp orð Páls Magnússonar í Kastljósinu í gær. Þar var fjallað um stöðu Sigríðar Á. Andersen, en umræður um vantrauststillögu í hennar garð hefjast klukkan 16.30 í dag. Páll taldi ekki ástæðu til að bera fram tillögu um vantraust, en komst heldur klaufalega að orði:

 

 

„Ef menn vilja flytja vantrauststillögu af þessari ástæðu á ráðherra, þá verða þeir bara að gera það upp við sig. En sjálfur myndi ég, ef ég væri í stjórnarandstöðu, bíða eftir öðru tækifæri til að vantreysta ráðherra því ég er alveg viss um það að næstum því allir þeirra munu gera meiri mistök en þessi á kjörtímabilinu sem var að byrja.“

 

 

Á orðum Páls má skilja, að hann lofi því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar muni gera stærri mistök á kjörtímabilinu heldur en Sigríður gerði í Landsréttarmálinu. Og það sé betra tækifæri til vantrauststillögu heldur en nú.

 

Björn Leví sagði það kjörið tækifæri fyrir Pál nú, þótt heldur seint væri í rassinn gripið, að hann sjálfur legði fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina, til að koma í veg fyrir þau mistök sem hann lofaði að myndu eiga sér stað. Uppskar Björn mikinn hlátur við þessi orð.

 

„Þetta er mjög áhugaverð hótun til þjóðarinnar, stærri mistök eru á leiðinni,“

 

sagði Björn Leví einnig. Þá reifar hann einnig málið á Facebooksíðu sinni, sem sjá má hér að neðan.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka