fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Ætti að reisa styttu af Sigga séní?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. mars 2018 23:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Terry Gunnell, prófessor við Háskóla Íslands, lagði til í síðustu Kilju að reist yrði stytta af Sigurði Guðmundssyni málara í miðbænum. Terry er meira að segja með hugmynd um hvernig styttan ætti að líta út.

Mér finnst að ætti að vera stytta af manninum í Aðalstræti þar sem hann hallar sér upp að vegg, stytta sem nemendur Háskólans geta klætt, gefið honum trefla og sokka og hatta, þannnig að hann verður eins og tákn hugsjóna unga fólksins.

Stuttu eftir að Terry flutti hingað fyrir margt löngu fór hann að skoða leiklistarsögu Íslands, rakst á Sigurð og hreifst af honum. Siggi séní, eins og hann var kallaður, er sérlega hugnæm persóna þótt hann hafi ábyggilega verið erfiður á tíðum. Hann átti sér stóra drauma um Íslendinga sem alvöruþjóð, með menningarstofnanir, samgöngur, gróður og fagra garða og betri föt.

Stytta af honum er dálítið góð hugmynd.

Terry fór með okkur að hálfgleymdu leiði Sigurðar í gamla kirkjugarðinum. Steinninn er máður og ekki hægt að greina nafnið á honum nema rýnt sé fast – og það er meira að segja villa á honum, ð er skrifað d.

Það voru uppi áform um að reisa minnisvarða um Sigurð en ekkert varð af því. Og Terry sagði að kvæði sem Matthías Jochumsson vinur hans hefði ort um hann hefði verið endurnýtt og notað um Jónas Hallgrímsson.

Sigurður dó eftir þjóðhátíðina miklu á Þingvöllum 1874. Hafði verið fenginn til að sjá um skreytingar, fékk víst litla þökk fyrir eins og oft áður, og kom í bæinn kaldur og sjúkur. Fræg er frásögn Matthíasar af banalegu hans.

Málaraauminginn er að deyja — úr bjúg og tæringu. Ég sat yfir honum i gærkvöldi, og gjörði „skeifur“, þegar ég gekk út. Hann lá í hundafletinu i einum bólgustokk, iskaldur undir tuskumog aleinn — og banvænn, alltaf að tala um, að ekkert gangi með framför landsins.

Viðtal við Terry Gunnell um Sigurð málara er að finna hérna á vef RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“