fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Jóhanna biður VG griða

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. mars 2018 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var merkilegt að heyra Jóhönnu Sigurðardóttur stíga í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar og biðja Vinstri grænum griða. Jóhanna er núorðið hinn óskoraði leiðtogi í sögu Samfylkingarinnar, flokkurinn kýs að hefja hana á stall sem stóra stjórnmálamanninn í sögu sinni en hirðir ekki mikið um aðra fyrrverandi formenn eins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur Skarphéðinsson. Orð hennar hafa gríðarlega vigt innan flokksins.

Og Jóhanna segir um VG:

Þeir eru okk­ar sam­herj­ar og geta orðið það fyrr en okk­ur órar fyr­ir því ég hef enga trú á að þessi rík­is­stjórn sitji út kjör­tíma­bilið.

Semsagt, að mati Jóhönnu á Samfylkingin ekki að hamast of mikið í Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum. Hún áréttaði líka að Samfylkingin ætti að vera vinstri flokkur, ekki miðjuflokkur eða hægra megin við miðjuna. Þar vísar hún greinilega í tímann fyrir hrun þegar blairisminn var allsráðandi í Samfylkingunni.

Svavar Gestsson tekur upp orð Jóhönnu á Facebook og skrifar:

 Jóhanna er stjórnmálamaður sem er flínk við að finna rétta tóninn á vinstri væng; þess vegna varð hún forsætisráðherra eftir hrunið, hafði þó sjálf verið í hrunstjórninni. Ummæli hennar á landsfundi Samfylkingarinnar voru þörf áminning til allra því flokkarnir tveir eiga margt og reyndar flest sameiginlegt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur