Nei, ég er ekki plokkari – það er aðdáunarvert fólk sem stundar útivist með því að fara um og hirða upp rusl. En ég var að tína ruslið úr garðinum hjá mér í dag og á næstu dögum fer ég út fyrir hliðið og hirði upp rusl hér í kring. (Mig vantar eiginlega svona langa töng til að hirða upp rusl svo ég þurfi ekki að beygja mig svo mikið.)
Það er ótrúlegt – og ósvífið – hvað fólk hendir miklu rusli. En mér finnst þetta langverst, plastglösin sem gestir veitingahúsa og kráa bera út með sér og henda á víðavangi. Þau hafa þann vonda eiginleika líka molna smátt og smátt í frumparta og þá er erfitt að ná plastinu.
Óskiljanlegt er svo að fyrirtæki með sjálfsvirðingu skuli leggja nafn sitt við svona – og láta sér lynda að vörumerki þeirra liggi verði að rusli fyrir hunda og manna fótum.