fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Feilskot Spielbergs í tölvuheimum

Egill Helgason
Laugardaginn 31. mars 2018 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta mynd Stevens Spielbergs heitir Ready Player One. Hún gerist að miklu leyti í tölvuheimum, semsé inni í tölvuleik. Það í sjálfu sér ætti að vera ávísun á leiðindi, því fátt er dauflegra en að horfa á annað fólk í tölvuleik. En forsenda myndarinnar er áhugaverð. Þetta er gerist eftir einhvers konar heimsslit, almenningur býr við hörmuleg kjör og til að komast burt í heim tölvuleikja – sýndarveruleikinn færir fólkinu það sem raunveruleikinn gerir ekki. Þarna er semsagt spurning hvort líf sem við lifum í einhvers konar óraunveruleika geti komið í staðinn fyrir efnisheiminn.

En Spielberg er Spielberg. Hann leggur oft upp með áhugaverðar hugmyndir og knýjandi spurningar í myndum sínum. Við höfum áður séð Minority Report og AI – báðar þeirrar voru reyndar dimmari en Ready Player One, heimurinn sem þær lýstu falskari og óhugnanlegri. Spielberg er kominn á áttræðisaldur og getur ekki staðist mátið að fylla nýju myndina af tilvísunum í dægurmenningu frá því hann var yngri. Margt af því er smásniðugt. Þetta eru vísanir í gamla tölvuleiki, kvikmyndir og tónlist.

En líkt og svo oft hefur Spielberg ekki úthald til að fylgja hugmyndinni út á ystu endimörk. Hann er í raun að lýsa dystópíu, en í lokin verður þetta bara barátta milli hóps af ungu fólki og miðaldra forpokaðs karls sem hugsar bara um gróða og völd. Það hefur maður séð þúsund sinnum áður. Myndin endar á því heilræði að hafa tölvulausa þriðjudaga og fimmtudaga. Einhvern veginn er það flatneskjulegt miðað við það sem var lagt upp með.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð