fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 4% í febrúar

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 348.400, sem er 4% aukning frá sama mánuði árið áður. Um 66% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 231.500. Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði um 34% frá febrúar fyrra árs .

Um 91% gistinátta voru skráðar á erlenda ferðamenn, en erlendum gistinóttum fjölgaði um 7% frá febrúar í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 16%. Bretar gistu flestar nætur (106.700), síðan Bandaríkjamenn (77.000) og Kínverjar (26.900), en gistinætur Íslendinga voru 31.700.

Á tólf mánaða tímabili, frá mars 2017 til febrúar 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.281.800 sem er 7% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

 

 

74% nýting herbergja á hótelum í febrúar
Herbergjanýting í febrúar 2018 var 73,7%, sem er lækkun um 4,1 prósentustig frá febrúar 2017 þegar hún var 77,8%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,8% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í janúar var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 90,3%.

Áætlun á heildarfjölda gistinátta fyrir allar tegundir gististaða í febrúar
Hagstofan áætlar að heildarfjöldi gistinátta á öllum tegundum gististaða hafi í febrúar verið um 576.100. Af þeim gistinóttum, sem eru áætlaðar af gististöðum skráðum í gistináttagrunn Hagstofunnar, má ætla að gistinætur erlendra gesta hafi verið um 515.100 og gistinætur Íslendinga um 61.000.

Búið er að ganga frá mati á gistinóttum ársins 2017 fyrir aðrar tegundir gististaða en hótel og eru þær tölur nú aðgengilegar í veftöflum. Samkvæmt því voru gistinætur á öllum skráðum gististöðum árið 2017 um 8.378.000, þar af 7.259.000 erlendir gestir og 1.119.000 Íslendingar. Auk hótela og gistiheimila er um að ræða s.s. farfuglaheimili, orlofshús, svefnpokagististaði, íbúða- og heimagistingu auk tjaldsvæða og skála í óbyggðum. Gistirými skráð á Airbnb og aðrar sambærilegar vefsíður eru yfirleitt ekki með í talningu Hagstofunnar þar sem upplýsingum um leigusala er ábótavant. Stærri gististaðir sem skráðir eru á þessar síður eru þó yfirleitt með í gögnunum. Verið er að undirbúa mánaðarlega birtingu á áætluðum fjölda gistinátta sem greitt er fyrir gegnum Airbnb og áætlað er að þær tölur verði komnar í gistináttatölfræði Hagstofunnar fyrir apríl 2018.

Gistinætur á hótelum
Febrúar Mars–febrúar
2017 2018 % 2017 2018 %
Alls 334.441 348.405 4 4.013.609 4.281.803 7
Höfuðborgarsvæði 227.112 231.452 2 2.523.605 2.595.445 3
Suðurnes 24.372 26.635 9 228.244 301.807 32
Vesturland og Vestfirðir 9.533 10.219 7 177.735 192.043 8
Norðurland 11.425 15.361 34 285.757 305.502 7
Austurland 2.521 2.629 4 108.521 108.431 0
Suðurland 59.478 62.109 4 689.747 778.575 13
Íslendingar 37.592 31.732 -16 411.752 420.373 2
Erlendir gestir 296.849 316.673 7 3.601.857 3.861.430 7

Tölur fyrir 2017 og 2018 eru bráðabirgðatölur. Um þessar mundir fer fram vinna við endurskoðun á skiptingu gistinátta eftir þjóðerni ferðamanna. Þessi vinna hefur ekki áhrif á heildarfjölda gistinátta en gæti haft áhrif á hlutfall milli erlendra og innlendra ferðamanna.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur