fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bæjarins verstu – rónalíf í Hafnarstræti

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. mars 2018 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er innslag úr Kiljunni frá því fyrir viku sem ég er nokkuð ánægður með. Það fjallar um rónalífið í Reykjavík fyrr á árum og Hafnarstræti sem var miðstöð þess. Þá var talað um Hafnarstrætisróna, strætisróna og að fara í strætið. Orðið róni á einmitt upptök sín í Hafnarstræti, á búllu sem þar var og nefndist Reykjavíkurbar, var í sama húsi og veitingahúsið Hornið er nú. Svofelld samtímalýsing er frá þessum stað.

Þegar komið er inn í barinn blasir við skuggsýnn og illa ræstur salur og mun þar oftast mjög loftillt. Þar er jafnan margt hávaðasamra manna. Veitingamaðurinn, sem er innan við langborð í miðjum salnum, réttir á báðar hendur heimabruggað öl til gesta sinna, sem margir draga flöskur undan klæð- um og blanda ölið „kogara“. Eftir því sem á daginn líður fjölgar gestunum, drykkjulætin magnast og harðar barsmíðar eru oft háðar áður en kvölda tekur. Ósiðlegar sögur, blót og formælingar eru aðeins undirleikur við meiriháttar hróp og skelli.

Í Hafnarstrætinu var líka gamla lögreglustöðin, úr hlöðnum steini. Þar niðri voru þröngar og andstyggilegar fangageymslur þar sem drukkið fólk var sett inn og mátti líða þjáningar. Söngur og hróp, vein og öskur bárust upp um húsið.

Við fjöllum um bókmenntir tengdar rónalífinu. Jón kadett Sigurðsson sem Steinn Steinarr orti um frægt kvæði. Bóbó á Holtinu sem varð sögupersóna hjá Einari Kárasyni. Og loks töluðum við um nýlegri bók, Bæjarins verstu eftir Hrein Vilhjálmsson sem ánetjaðist áfengi og lyfjum, var mjög langt leiddur, en er nú á áttræðisaldri og sérlega vel á sig kominn eins og sést í innslaginu.

Innslagið má sá hér á vef RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“