fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Útvarpsstjóri fékk launahækkun líkt og aðrir forstjórar utan kjararáðs þvert á tilmæli

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. mars 2018 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson

Laun útvarpsstjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, hækkuðu umtalsvert á síðasta ári. Heildarlaun hans voru 22.9 milljónir, en greiðslur til hans hækkuðu um 5.7 milljónir,eða 33 prósent. Magnús var því með 1.9 milljónir á mánuði að meðaltali, samkvæmt ársreikningi RÚV.

Þess ber að geta að Magnús Geir tók fæðingarorlof árið 2016  sem lækkaði laun hans í heild á því ári og því gefur samanburður milli áranna 2016-2017 ekki rétta mynd af launaþróun. Árið 2017 ákvað stjórn RÚV að hækka laun Magnúsar um 16 prósent, úr 1.550 þúsund krónum á mánuði í 1.800 þúsund krónur.

Lögum um kjararáð var breytt árið 2016 þar sem fjölmargir forstjórar fyrirtækja í opinberri eigu færðust undan launaákvörðunum kjararáðs. Magnús Geir er einn þeirra. Þrátt fyrir tilmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins bréfleiðis til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu og Bankasýslu ríkisins fyrir rúmu ári síðan, um að stilla launahækkunum forstjóra í hóf, með því augnamiði að standa vörð um stöðugleika á vinnumarkaði, hefur það ekki gengið eftir.

Líkt og Kjarninn bendir á, hafa fjölmargir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu, sem heyra þó ekki undir kjararáð, hækkað umtalsvert í launum. Má þar nefna Hörð Arnarson hjá Landsvirkjun, sem hækkaði úr 2 milljónum á mánuði í 2.7 milljónir.

Þá fékk Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts hækkun upp á 17.6 prósent á síðasta ári og er nú með 1.7 milljónir á mánuði.

Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, fékk um 10 prósenta hækkun á síðasta ári og er með 1.8 milljónir á mánuði.

Ýmis önnur fyrirtæki eiga eftir að skila ársreikningum, til dæmis Isavia, Rarik og Matís.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur