fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Kári um Dag: „Dapurlegt að fylgjast með því hversu auðveldlega hégóminn leggur félagshyggjuna að velli þegar menn komast til valda“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 26. mars 2018 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson rifjar upp gamla og góða tíma úr æsku sinni í Fréttablaðinu í dag hvar hann lofar hina „heilögu jörð“ og hinn „helga stað“ Klambratún, hvar hann lék sér sem barn. Fljótlega beinir hann þó spjótum sínum að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, sem hann segir að sem „félagshyggjumaður“ hefði hann búist við að hann setti þarfir barna ofar löngun sinni til þess að skreyta Klambratúnið með „hrákasmíð“.

Tilefnið er steinveggurinn sem byggður var meðfram suðurhlið Miklatúns/Klambratúns í sumar, sem Kári er ekki par sáttur við:

 „Það hefur aldrei þótt góðri lukku stýra á Íslandi að vanvirða helga staði og er Klambratúnið engin undantekning. Klárasta dæmið um afleiðingar þess að fikta af tillitsleysi í Klambratúninu er þegar borgarstjóri nokkur ákvað að breyta nefni þess í Miklatún. Enginn heilvita maður tók mark á honum og Klambratúnið hélt áfram að vera og heita Klambratún í hugum annarra en þeirra sem taka mark á stjórnmálamönnum, sem voru fáir þá og hefur eðlilega fækkað jafnt og þétt síðan. Borgarstjórinn sem var mikið valmenni lenti hins vegar í erfiðum kapítula í sinni pólitík sem hann átti alls ekki skilið og leikur lítill vafi á því að þar hefndist honum fyrir að móðga Klambratúnið,“

 

segir Kári, en téður borgarstjóri var Geir Hallgrímsson.

Þá segir Kári um Dag:

„Í fyrrasumar sáum við svo núverandi borgarstjóra burðast við að reisa vegg meðfram suðurhlið Klambratúns. Umferð um Miklubraut milli Lönguhlíðar og Rauð­arárstígs riðlaðist svo mánuðum skipti og her manns hafði vinnu af þessum skrípaleik. Heildarkostnaður af veggnum og fiktinu í Miklubraut var um fimm hundruð milljón krónur, sem hefði annars mátt nýta fyrir fjársvelta leikskóla borgarinnar. Löngunin til þess að reisa veggi virðist hins vegar hafa tilhneigingu til þess að bera skynsemi stjórnmálamanna ofurliði eins og sést best á Donaldi Trump og Degi B. Eggertssyni. Munurinn á þeim tveimur liggur hins vegar í því að Trump er yfirlýstur fasisti þannig að það býst enginn við öðru en að hann reisi veggi þar sem hann fær því við komið, en Dagur er félagshyggjumaður sem við hefðum búist við að setti þarfir barna ofar löngun sinni til þess að skreyta Klambratúnið með hrákasmíð. Þess ber þó að geta að þetta er sami Dagur B. Eggertsson og eyddi töluverðu silfri í að mála myndir eftir Erró á blokkir uppi í Breiðholti. Hann er borgarstjóri þar sem leikskólar eru eina stig skólakerfisins þar sem nemendur borga skólagjöld, sem er grátlegt vegna þess að foreldrar þeirra eru á þeim aldri þegar tekjur þeirra og eignir eru minnstar og nauðsynjaútgjöld hæst. Það er dapurlegt að fylgjast með því hversu auðveldlega hégóminn leggur félagshyggjuna að velli þegar menn komast til valda.“

 

 Að lokum spáir Kári því að Degi hefnist fyrir verk sín í komandi kosningum:

„Við þurfum hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Dagur fái mörg fleiri tækifæri til þess að brjóta pólitísk prinsipp sem hann segist aðhyllast vegna þess að Klambratúnið er hefnigjarnt og fyrirgefur ekki dónaskap eins og veggómyndina. Það er farið að rökkva og Dagur að kveldi kominn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“