fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Helga Vala vænir Palla Magg um lygar og leti: „Þarf jú að vera í vinnunni þegar málið er á dagskrá“

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 24. mars 2018 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir Mynd/DV

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á Facebooksíðu sinni í dag að það sé „fyndið“ að heyra Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki hafa fengið tækifæri til þess að halda ræðu á þingi um kosningafrumvarpið svokallaða, sem miðaði að því að lækka kosningaaldurinn í 16 ár fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í maí, en náði ekki fram að ganga fyrir páskafrí og því óljóst hvort af því verði í tæka tíð.

Páll Magnússon var gestur í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun hvar hann ræddi málið við þáttastjórnandann Helga Seljan. Þar sagði Páll:

„Það er ofsögum sagt að kalla þetta málþóf.  Ef ég tek dæmi af sjálfum mér, sem hef nú talsverðar skoðanir uppi í málinu, þá hefur mér ekki gefist færi á að tala í þessu máli ennþá, til að lýsa þeim sjónarmiðum sem ég hef. Ég var á mælendaskrá í gær þegar málinu var frestað.“

Helga Vala segir að Páll og Bryndís Haraldsdóttir, þingflokkssystir Páls, hafi haft fullt tækifæri á að setja sig á mælendaskrá, en líklega hafi þau ekki verið á staðnum og því sé allt tal um að hafa ekki fengið að tjá sig bara „bull“:

„Fyrstu umræðu var lokið án þess að hann tæki þátt þó að hann hefði fullt tækifæri til að setja sig á mælendaskrá. Annarri umræðu lauk án þess að hann eða Bryndís Haraldsdóttir sem hann vísaði líka til settu sig á mælendaskrá en þau höfðu til þess fullan rétt, val en voru bara líklega ekkert á staðnum þegar málið var til umræðu. Að tala um að hafa ekki fengið tækifæri til að tjá sig er því algjört bull. Þau þurftu einfaldlega að setja sig á mælendaskrá þarna eins og í öðrum málum og þá þarf jú að vera í vinnunni þegar málið er á dagskrá. Þannig ganga störfin á þinginu fyrir sig og það vita þau… held ég,“

segir Helga Vala.

Í gærkvöldi var þriðju umræðu um frumvarpið frestað og þingið því komið í páskafrí. Þingmenn fylgjandi frumvarpinu hafa sagt þá sem töluðu gegn frumvarpinu hafa verið með málþóf, sem væru vonbrigði þar sem frumvarpið nyti meirihlutastuðnings þingsins, líkt og komið hefði í ljós við aðra umræðu.

Allskyns kenningar eru uppi á spjallsíðum alnetsins um raunverulegar ástæður þess að frumvarpið fékk ekki fram að ganga. Sú kenning er lífsseig að þar sem tölfræðin sýni að ungt fólk kjósi helst til vinstri, þá hafi þingmenn hægri flokkanna helst viljað kveða frumvarpið í kútinn, til dæmis með málþófi og talað fyrir breytingum þess efnis að lögaldur verði lækkaður samhliða kjörgengisaldrinum, úr 18 í 16 ára, sem er síðan allt önnur ella og ólíkleg eins og sakir standa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur