fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Eyjan

Tekist á um kosningarétt fyrir 16 ára

Egill Helgason
Föstudaginn 23. mars 2018 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarpið um að færa kosningaaldurinn niður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum er farið að valda óróa eftir að hafa verið í hálfgerðu þagnargildi í vetur. Það hefur í gegnum tvær umræður í þinginu, eftir þá þriðju verður það að lögum. Sjálfstæðismenn eru á móti og þeir og Miðflokkurinn hafa í dag verið í einhvers konar málþófi vegna þessa.

Sjálfstæðismenn eru ekki hrifnir af frumvarpinu efnislega, Brynjar Níelsson lét að því liggja í þinginu í dag að annarlegar hvatir kynnu að liggja að baki, eða eins og segir í frásögn mbl.is.

Brynj­ar Ní­els­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyr­ir því að þetta frum­varp færi í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt póli­tískt á því – þeir sem teldu sig hafa mik­inn stuðning á meðal þess ald­ur­hóps sem öðlast myndi kosn­inga­rétt við breyt­ing­arn­ar.

Semsé að aldurshópurinn sem bætist við muni kjósa aðra en Sjálfstæðisflokkinn. Hver veit?

En það hjálpar ekki að fyrsti flutningsmaður þess er Andrés Ingi Jónsson, VG-þingmaðurinn sem ekki styður ríkisstjórnina. Hann er ekki ofarlega á vinalista Sjálfstæðismanna. Margir í röðum þeirra hugsa honum þegjandi þörvina.

Hugsanlega ber að taka alvarlega viðvaranir embættismanna um að of skammur tími sé til stefnu til að þessi breyting geti orðið að veruleika fyrir sveitrstjórnarkosningarnar í lok maí. Dómsmálaráðuneytið telur að þetta sé óráð.

Þetta mál klýfur ríkisstjórnarflokkana. Það er reyndar ekki allt eins og sýnist, því einn af flutningsmönnum frumvarpsins með Andrési var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Og þar er líka Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins.

Það er ekki auðvelt fyrir Katrínu Jakobsdóttur að setja sig á móti afgreiðslu frumvarpsins nú því fyrir fáum árum var hún sjálf fyrsti flutningsmaður frumvarps um að færa kosningaaldur niður í 16 ár. Hún styður því frumvarp Andrésar, vandræðagemlingsins í flokknum, þvert á vilja stóra samstarfsflokksins. En hugsanlega tekst Sjálfstæðismönnum að koma í veg fyrir að það fari í gegnum þingið, þrátt fyrir að frumvarpið hafi meirihlutafylgi.

 

 

En eins og bent hefur verið á mætti, ef frumvarpið yrði samþykkt, einstaklingur kjósa þegar hann er 16 ára, giftast þegar hann er 18 ára og kaupa áfengi þegar hann er 20 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla