Donald Trump hefur rekið þjóðaröryggisráðgjafa sinn, hershöfðingjann McMaster. Hann var talinn dálítil trygging fyrir því að ekki yrði öllu hleypt í bál og brand í Hvíta húsinu. Í staðinn er ráðinn John Bolton, sem eitt sinn var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Bolton hefur verið þeirrar skoðunar að Bandaríkin þurfi endilega að beita meira vopnavaldi á alþjóðavettvangi. Hann hefur mælt með því að varpa sprengjum á Íran og Norður-Kóreu.
Það virðist reyndar spurning hvort maðurinn er með réttu ráði. Hér er myndband frá 2013 þar sem hann hvetur Rússa til að fylgja fordæmi Bandaríkjanna og koma byssum í hendur hverrar fjölskyldu og inn á hvert heimili.