fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Prófessor segir innblöndun í laxeldi ekki hafa miklar afleiðingar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Kven Glover, yfirmaður rannsókna  Hafrannsóknarstofnunar Noregs og prófessor við Bergenháskóla, segir í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv þann 18. mars, að samkvæmt niðurstöðum rannsókna sinna sé innblöndum í laxeldi ekki eins skaðleg og áður var haldið.

Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta, bb.is.

Glover segir að þó svo að um sé að ræða innblöndun eldislaxa í veiðiám með villtum laxastofnum upp á 5 til 10 prósent sjáist nær engar breytingar á 50 til 100 árum, í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu.

 

 

„Niðurstaðan bendir til að við búumst ekki endilega við að sjá miklar afleiðingar af hlutfallslega lítilli innblöndun við eldislaxa á hrygningarstöðvum“,

segir Glover.

Samkvæmt áhættumati Hafrannsóknarstofnunar vegna fiskeldis hér á landi, hefur verið miðað við að innblöndun megi ekki fara yfir 4 prósent, en niðurstöður Glover benda til að villtir laxastofnar bíði ekki tjóns þó svo hlutfallið sé allt að 10 prósentum.

Hafrannsóknarstofnun hefur á grundvelli áhættumatsins mælt með að laxeldi sé ekki stundað í Ísafjarðardjúpi og verði 30 þúsund tonnum minna á Austfjörðum heldur en burðarþolsmat segir til um, þar sem innblöndun sé 7 prósent í Laugardalsá og Langdalsá/Hvannadalsá og um 8 prósent í Breiðdalsá fyrir austan.

Ljóst er að niðurstöður Glover eru á skjön við áhættumatið og því spurning hvort því verði breytt í samræmi við það.

Hafrannsóknarstofnun vitnaði í eldri niðurstöður Glover við áhættumat sitt síðasta sumar og Erfðanefnd landbúnaðarins, sem hefur verið gagnrýnin á laxeldi, bauð honum á fund fyrr á þessu ári, hvar hann var aðalræðumaður, að því er fram kemur á vef bb.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur