fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

RÚV leiðréttir leiðara Morgunblaðsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. mars 2018 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV, lætur tölurnar tala sínu máli í pistli í Morgunblaðinu í dag til að kveða niður í kútinn rangfærslur blaðsins í gær. Leiðréttir Vilhjálmur þar leiðarahöfund Morgunblaðsins, sem lét gamminn geysa um hversu fáir hlustuðu eða horfðu á miðla Ríkisútvarpsins sjónvarps:

 

„Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fór í gær ranglega með staðreyndir um áhorf og hlustun á miðla RÚV. Skal það leiðrétt hér. Í umræddum leiðara fór höfundur rangt með notkun þjóðarinnar á miðlum RÚV og sagði m.a.: „Nú sýna mælingar að frá því kl. 18.15 síðdegis fram til morguns hlustar varla nokkur maður á Ríkisútvarpið og fáir á Ríkissjónvarpið.“ Það er auðvelt að sannreyna staðreyndir málsins, því að Gallup mælir daglega notkun á öllum helstu ljósvakamiðlum hér á landi. Þessar tölur eru opinberar og hver sem er getur kynnt sér þær á heimasíðu Gallup. Mikil dagleg notkun Á þessum tíma, síðdegis frá kl. 18.15 til kl. 19, stilla um 20% þjóðarinnar á útvarpsstöðvar RÚV og hlusta í lengri eða skemmri tíma, 14% hlusta eitthvað á Bylgjuna og um 2,3% á K100. Útvarpshlustun landsmanna er svo mun meiri þegar að „kjörtími“ útvarps er skoðaður,“

 

segir Valgeir. Hann segir fullyrðingar leiðarahöfundar um sjónvarpsáhorf ekki standast heldur:

„Á sama tímabili horfa daglega um 57% þjóðarinnar á dagskrá sjónvarps RÚV en til samanburðar má geta þess að um 15% landsmanna horfa á Sjónvarp Símans og 36% horfa á Stöð 2 skv. sömu mælingum. Af þessum tölum má sjá að fullyrðing leiðarahöfundar stenst ekki. Mikilvægur miðill Ýmsar aðrar opinberar kannanir eru gerðar á stöðu fjölmiðla og gagnlegt er að rifja upp helstu niðurstöður þeirra af þessu tilefni. Samkvæmt síðustu mælingu MMR á trausti fjölmiðla nýtur Fréttastofa RÚV trausts tæplega 70% þjóðarinnar en næsti fjölmiðill þar á eftir nýtur trausts um 40% þjóðarinnar. Þegar Gallup spurði í fyrra hver væri mikilvægasti fjölmiðill þjóðarinnar nefndu um 72% að RÚV væri mikilvægasti fjölmiðill þjóðarinnar en næsti miðill sem kom þar á eftir var nefndur í um 6% tilvika. Hlutdeild RÚV í áhorfi og hlustun hefur haldist stöðug undanfarin ár, þrátt fyrir fjölgun nýrra miðla á markaði.“

 

Skrifari leiðarans í gær sagði RÚV meðal annars, ekki sinna öryggishlutverki sínu vel og nefndi þar nokkur dæmi:

„Þegar til Ríkisútvarps var stofnað hér fyrir tæpum 90 árum var „öryggishlutverk“ ekki endilega notað til að réttlæta ríkisreksturinn þótt það væri nefnt. Á síðari tímum er mjög til þess vitnað þegar réttlætingu vantar. Í þrengingum kreppuára og af tæknilegum ástæðum þóttu einkaaðilar ekki hafa burði til að koma upp og annast slíka þjónustu. Það mat var vísast rétt. Sá þáttur hefur gjörbreyst. Ríkisútvarpið sjálft hefur í verki gert lítið úr þessu öryggishlutverki. Þegar eldgos hófst nærri Eyjafjallajökli á sínum tíma hafði mbl.is fjallað um gosið í klukkutíma áður en „öryggisventill“ þjóðarinnar vaknaði. En fjarvera hans gerði ekkert til því skilaboð bárust í síma á svæðinu og fólk gat þá snúið sér að mbl.is og fylgst með atburð- unum þar til „RÚV“ vaknaði. Enn muna menn þegar miklir jarðskjálftar urðu um aldamótin síðustu og „öryggisvörður“ þjóðarinnar taldi hamfarirnar ekki duga til að skjóta fréttum inn í útsendingu af fótboltaleik! Og upphaf að frjálsu útvarpi og sjónvarpi á Íslandi varð þegar starfsmenn „RÚV“ slökktu á sjoppunni í verkfalli opinberra starfsmanna 1984. Var það fagnaðarefni þegar gegnsýrður áróður fólks í verkfallsham þagnaði. Starfsfólkið áttaði sig á mistökunum og vældi í yfirvöldum um að fá að setja stasjónina í gang aftur og vitnaði þá í „öryggishlutverkið“ sem það hafði steingleymt þegar það slökkti. Það voru mistök að opna aftur fyrir síbylju áróðurs og lengdi verkfallið.“

 

Skrifari fjallaði einnig um menningarhlutverk RÚV:

„Hið sama gildir í sífellt ríkari mæli um hið marglofaða menningarhlutverk „RÚV“. Vissulega á stofnunin mikið og gott efni í sínum fórum frá liðinni tíð en ótrúlega mörgu hefur verið hent. Framleiðsla menningarefnis er minnkandi þáttur í starfseminni og dapurlegt að horfa upp á hvað stofnunin hefur lítið frumkvæði í þeim efnum þrátt fyrir ríkuleg fjárráð. Aðrir fjölmiðlar framleiða mikið efni, menningar- og sögulegt, um leið og þeir keppa við ríkisstofnun um tilveru. Ríkisútvarpið tönglast á því á hverjum degi og oft á dag að það sé „stofnunin okkar allra,“ en getur þó ekki stillt sig um sífelld brot á grundvallarreglunni um hlutleysi þess.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“