fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Sæbjörg um Framsóknarflokkinn: „Hafa lagt mikið á sig til að hafa mig EKKI í efstu sætum listans“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. mars 2018 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæbjörg Erlingsdóttir

Sæbjörg Erlingsdóttir, ritstjóri vefmiðilsins grindavik.net, skrifar um raunir sínar sem Framsóknarkonu í opinskárri og einlægri stöðuuppfærslu á Facebook um helgina. Sæbjörg skipaði 5. sæti Framsóknarflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar og vakti nokkra athygli fyrir kökubakstur og hressa lund.

Tilgangur færslu hennar er sá að hún vildi útskýra ástæður þess að hún ákvað að draga framboð sitt til baka fyrir sveitastjórnarkosningarnar í maí næstkomandi. Segir hún dræman stuðning helstu ástæðuna, en Sæbjörg sakar örfáa aðila innan flokksins um að hafa unnið gegn sér:

„Af hverju? Ég bara get ekki svarað þessu gott fólk. Hins vegar erum við að tala um örfáa aðila sem hafa lagt mikið á sig til að hafa mig EKKI í efstu sætum listans. En ég á að vera sterk, sýna engin veikleika merki.. því svona er jú pólitíkin! “

 

segir Sæbjörg og gerir svokallaðan sussandi broskall til að leggja áherslu á mál sitt.

 

Hún segist hafa reynt að koma sér hjá því að svara fyrir ákvörðunina, þar sem hún skammist sín og tilfinningin sé óþægileg:

 „Af hverju dró ég framboð mitt til baka, af hverju gef ég ekki kost á mér fyrir framsókn í sveitarstjórnarkosningunum… Eru spurningar sem ég hef mikið fengið núna síðustu daga. Ég fæ pínu sting í hjartað að svara þessu og kem mér helst hjá því..Ég finn mig leita að fallegasta svarinu, besta svarinu fyrir flokkinn minn og set mig í skuggann. Ég skammast mín og tilfinningin er óþægileg. EINFALDA svarið er, ég hef ekki nægan stuðning í Grindavík hjá mínu félagi. Þetta er eitthvað sem kom mér á óvart, en maður er ekki allra,“

 

Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá sögulega kosningu í Grindavík því hann sé eini samheldni og skipulagði hópurinn:

„Mín spá er sú að sjálfstæðisflokkurinn muni fá sögulega kosningu hér í bæ enda eini samheldni hópurinn, vel skipulagður, löngu tilbúin og lagt mikla vinnu/ metnað í sitt félagsstarf. Ég er framsóknarkona alltaf allan daginn en ég hrósa því sem vel er gert. Ég er ekki reið eða í fýlu eða biðja um vorkunn, heldur svara hreinskilnislega. Ég held minni vinnu áfram í flokknum og tek fagnandi á móti næsta verkefni. PÍSÁT.“

 

Færsluna í heild sinni má lesa hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?