Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll.
Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24.
Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95,6% atkvæða.
Alls greiddu 772 atkvæði í varaformannskjörinu og hlaut Þórdís Kolbrún 720 af þeim. Aðrir hlutu 33 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 19.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari Sjálfstæðisflokksins með 93,5% atkvæða.
Alls greiddu 752 atkvæði í ritarakjörinu og hlaut Áslaug Arna 664 af þeim. Aðrir hlutu 46 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 42.