fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 16. mars 2018 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Í sjávarútvegi hefur launþegum fækkað undanfarin ár. Í ársbyrjun 2017 var sjómannaverkfall og voru launþegar í sjávarútvegi mun færri en venjulega fyrstu mánuði þess árs. Því gefur það réttari mynd að bera fjölda launþega í janúar 2018 saman við fjöldann tveimur árum fyrr, en launþegum í sjávarútvegi hefur fækkað um 8% á þessu tveggja ára tímabili.

Í janúar 2018 voru 2.552 launagreiðendur og um 12.400 launþegar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, og hafði launþegum fjölgað um 1.300 (12%) samanborið við janúar 2017. Í janúar voru 1.686 launagreiðendur og um 24.600 launþegar í einkennandi greinum ferðaþjónustu og hafði launþegum fjölgað um 900 (4%) á einu ári. Á sama tímabili hefur launþegum í heild fjölgað um 7.000 (4%).

Hafa verður í huga að í þessum tölum eru ekki upplýsingar um einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun, en slíkt rekstrarform er algengt í byggingariðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og skapandi greinum svo dæmi séu tekin.

Tafla 1. Fjöldi launagreiðenda og launþega í nokkrum atvinnugreinum¹
Launagreiðendur Launþegar í janúar
jan. 2018 2017 2018 Breyting %
Allar atvinnugreinar   16.774 176.100 183.000 7.000 4
Framleiðsla án fiskvinnslu (ÍSAT nr. 10-33 án 102) 1.037 16.500 16.800 400 2
Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (ÍSAT nr. 41-43) 2.552 11.100 12.400 1.300 12
Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum (ÍSAT nr. 45) 476 3.300 3.400 100 3
Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 46) 951 8.700 8.900 200 2
Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum (ÍSAT nr. 47) 833 14.600 15.100 400 3
Fræðslustarfsemi og opinber stjórnsýsla (ÍSAT nr. 84-85) 572 39.100 40.300 1.200 3
Heilbrigðis- og umönnunarþjónusta (ÍSAT nr. 86-88) 1.105 15.700 16.300 600 4
Einkennandi greinar ferðaþjónustu (ÍSAT nr. 491, 4932, 4939, 501, 503, 511, 551-553, 561, 563, 771, 7721, 79) 1.686 23.700 24.600 900 4
Tækni- og hugverkaiðnaður (ÍSAT nr. 20, 254, 26-30, 325, 53, 58, 60-63, 72) 885 12.900 13.000 100 1
Skapandi greinar (ÍSAT nr. 3212, 58-60, 6201-6202, 7021, 7111, 731, 741-743, 8552, 90, 9101-9102) 1.538 9.100 8.700 -400 -5
¹ Nánari lýsing á þessum atvinnugreinaflokkum er að finna í lýsigögnum

Endurskoðun hagtalna
Tölurnar sem hér um ræðir eru bráðabirgðatölur. Þar sem byggt er á staðgreiðslugögnum getur verið vanmat í nýjustu tölum þegar launagreiðendur skila ekki inn upplýsingum tímanlega. Meðal annarra skekkjuvalda má nefna orlofsgreiðslur til fyrrverandi starfsmanna. Þegar nýjar tölur eru birtar verða jafnframt birtar endurskoðaðar tölur fyrir fyrri tímabil. Nánari lýsingu á skekkjuvöldum, áhrifum þeirra og endurskoðun birtra talna má finna í lýsigögnum og í talnaefni um endurskoðun hagtalna.

Áður birtar tölur hafa verið endurskoðaðar, þ.e. tekið tillit til nýrra upplýsinga um launagreiðslur og nýjustu upplýsinga um atvinnugreinaflokkun.

Heildarfjöldi launagreiðenda í desember 2017 telst nú vera 18.423 og heildarfjöldi launþega 190.700. Fjöldi launþega jókst um 8.000 (4,4%) frá desember 2016 til desember 2017.

Þegar fréttatilkynning var gefin út í febrúar 2018 töldust vera 18.138 launagreiðendur og 190.100 launþegar í desember 2017. Fjöldi launþega var þá talinn hafa aukist um 7.500 (4,1%) frá desember 2016 til desember 2017.

Aðrar hagtölur um svipað efni
Hagstofa Íslands gefur út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja. Yfirlitið byggist á skattframtölum fyrir tekjuárin 2002–2016 og gefur ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

Hagstofa Íslands framkvæmir samfellda vinnumarkaðsrannsókn (VMR) allt árið um kring og birtir helstu niðurstöður (um atvinnuþátttöku, fjölda starfandi, atvinnuleysi o.fl.) mánaðarlega og ítarlegri sundurliðun (s.s. starfshlutfall og vinnutíma eftir atvinnugreinum) árlega. Í VMR eru einnig upplýsingar um þá sem eru sjálfstætt starfandi og aðeins eru taldir með þeir sem eru, skráðir í Þjóðskrá og með fasta búsetu á Íslandi. Því er eðlilegt að tölur í þessari frétt séu ekki nákvæmlega þær sömu og í VMR. Tölum um fjölda launagreiðenda og launþega er fyrst og fremst ætlað að sýna þróun til skamms tíma og sveiflur innan árs.

Talnaefni:
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?