fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Sigmundur um Framsóknarflokkinn: „Skýrari staðfesting á undirgefni í stjórnarþátttöku er vandfundin“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvetur Sjálfstæðisflokkinn til dáða í pistli í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er landsfundur Sjálfstæðisflokksins um helgina, en þar vonast Sigmundur til að flokkurinn „rétti kúrsinn“ og „gefi með því ráðherrum og þingmönnum flokksins aukinn styrk og sjálfstraust til að hafa jákvæð áhrif í stjórnarsamstarfinu,“ eins og Sigmundur kemst að orði.

Sigmundur getur þó ekki staðist þá freistingu að hnýta í sinn gamla flokk, en Framsókn hélt flokksþing á dögunum:

„Þegar líður að landsfundi VG gæti verið tilefni til að skrifa sams konar hvatningargrein til þess flokks. Slíkt hefði þó verið til lítils í tilviki Framsóknarflokksins, sem nýverið hélt flokksþing, því þaðan voru þau boð látin út ganga fyrir þingið að einungis yrði ályktað um mál sem heyra undir ráðherra þess flokks (auk þess að klára fáeinar ályktanir sem höfðu verið í vinnslu frá því flokkurinn var í stjórnarandstöðu). Ég þekki engin önnur dæmi þess að stjórnmálaflokkur hafi veigrað sér við að álykta um mál þótt þau heyri undir ráðherra samstarfsflokka í ríkisstjórn (og auðvitað þingið allt). Skýrari staðfesting á undirgefni í stjórnarþátttöku er vandfundin. En áður en stjórnin var mynduð hafði flokkurinn þegar gefið eftir öll helstu kosningaloforð sín. Gjaldið var þrír ráðherrastólar (og tveir hefðu dugað). Ekki er annað að sjá en Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka fórnað grunnstefnu sinni til að fá sæti í ríkisstjórn undir forystu VG (reyndar fyrir fimm sæti).“

 

Sigmundur segist tilbúinn að veita mörgum þeirra mála sem hann vonast að landsfundur Sjálfstæðisflokksins taki á, stuðning:

„Tilefni þessarar greinar er að ég bind þó vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins rétti kúrsinn og gefi með því ráðherrum og þingmönnum flokksins aukinn styrk og sjálfstraust til að hafa jákvæð áhrif í stjórnarsamstarfinu. Það gæti auk þess reynst framsóknarmönnum hvatning til að rifja upp stefnu sína. Þótt Miðflokkurinn sé í stjórnarandstöðu er ég tilbúinn til að heita stuðningi við mörg þeirra mála sem ég vona að landsfundurinn taki á. Enda erum við reiðubúin að vinna að góðum málum með hverjum sem vill vinna að þeim með okkur, í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á lág- og millitekjufólk, standa við fyrirheit um lækkun tryggingagjalds, fylgja eftir árangursríkum aðgerðum áranna 2013-16 í efnahagsmálum, koma í veg fyrir að vogunarsjóðir leggi undir sig stóran hluta fjármálakerfisins, leið- rétta kjör eldri borgara, minnka báknið, einfalda regluverk, treysta varðstöðu um fullveldi landsins, leyfa heilbrigðri skynsemi að ráða við byggingu Landspítala, verja réttarríkið og grunngildi þjóðarinnar, þá erum við til í að veita kröftugan stuðning úr stjórnarandstöðu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“