fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Ragnar hraunar yfir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson.

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, sem komst í fréttir fyrir að gagnrýna útlit Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, tekur engum silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn á Facebooksíðu sinni í morgun.

Hann segir Bjarna Benediktsson kjörinn formann vegna fjárstyrks síns, en áður hafi það ráðið úrslitum hver væri öflugasti pólitíkusinn. Þá segir hann að ungar og fallegar konur séu valdar honum til stuðnings og á þar við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð, ráðherra, sem hefur gefið kost á sér til varaformanns og Áslaugu Örnu, sem gefur kost á sér til endurkjörs ritara. Hann segir sömu aðferð notaða í Reykjavík og á þar við Eyþór Arnalds og lista Sjálfstæðisflokksins í borginni:

 

„Um næstu helgi velja landfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokknum forystu. Áður var öflugasti pólitíski leiðtoginn kjörinn formaður og sá sem þótti líklegastur til að hafa burði til að taka við af honum var kjörinn varaformaður. Þeir unnu saman og styrktu hver annan. Núna er sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings. Sama aðferð er höfð í Reykjavík. Formaðurinn er einvaldur sem hinir kjörnu forystumennirnir, ungu fallegu konurnar, stara aðdáunaraugum á. Það styrkir ekki forystuna. Það er sèrkennilegt að konur skuli styðja þetta fyrirkomulag.“

 

Þá virðist Ragnar ekki hafa mikið dálæti á fulltrúum landsfundarins. Hann segir þá upp til hópa vera þá manngerðina sem skoði myndir af konungsfjölskyldunum í slúðurblöðunum:

 

„Landsfundarfulltrúar eru kannski upp til hópa ,,týpan” sem skoðar myndir af bresku og dönsku konungsfjölskyldunum í ,,Hello” og ,,Billedbladet”. Þeir sem fyrir utan standa horfa undrandi á og skilja ekki nauðsyn þess að hèr verði fyrirtækjaræði og elítustjórnmál. Því lengri tima sem það tekur flokksmenn að átta sig á þessu, því lengra niður fer fylgið. Nýir flokkar spretta upp eins og gorkúlur og reyna að fylla í tómarúmið. Upplausnarástandið í stjórnmálunum á sér margar rætur, þetta er ein þeirra.“

 

Ragnar hefur áður gagnrýnt Bjarna Benediktsson, en Ragnar bauð sig fram gegn honum í Kraganum fyrir kosningarnar 2012. Þá kvartaði hann yfir því að „flokksmaskínan“ hefði verið notuð gegn honum, eftir að hann skrifaði grein um umsvif Bjarna í viðskiptalífinu, sem hann nefndi „forréttindabrask.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“