fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Vilja skoða hvort leggja eigi af samræmd próf

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti Skóla og frístundaráðs Reykjavíkur lagði fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og lagði í dag fram tillögu þess efnis að sett verði í gang vinna við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur.  Þar verði skoðað verði hvort tilefni er til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur.  Skoðað verði hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum.  Leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda í þessari vinnu.  Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar.

Bókun skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata

Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk í síðustu viku mistókst hrapallega og verða menntamálayfirvöld og Menntamálastofnun að taka fulla ábyrgð á þeim mistökum.  Ekki er verjandi að leggja á nemendur, kennara og skólastjórnendur það mikla álag sem prófunum fylgir þegar framkvæmdin er svo ófullnægjandi sem raun bar vitni.  Mikilvægt er að taka heiðarlega umræðu um gildi og gagnsemi samræmdra prófa af þessu tilefni og leita eftir viðhorfum nemenda, foreldra kennara og skólastjórnenda í þeirri vinnu.  Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda.  Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“