fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Björn Bjarna um byltingartal verkalýðshreyfingarinnar: „Blekking“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason

Ekki eru allir á eitt sáttir um greiningu þess sem á sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar þessi dægrin. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur talað um „byltingu“ í þeim skilningi að grasrótaröflin séu að taka yfir verkalýðshreyfinguna, gegn ríkjandi öflum og formannskjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu sé ágætt dæmi um það.

 

Hinsvegar bendir Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, á að byltingin sú atarna sé máske ekki eins fjölmenn og gefið sé í skyn, eða ætla mætti:

 

„Afgerandi sigur í fyrstu listakosningunni í Eflingu hlaut B-listi, nýtt framboð sem Sólveig Anna Jónsdóttir leiddi. Hlaut B-listinn 2099 atkvæði eða um 80% greiddra atkvæða. A-listi sem studdur var af fráfarandi stjórn hlaut 519 atkvæði. Af 16.578 félagsmönnum á kjörskrá nýttu einungis 2.618 atkvæðisrétt sinn.  […] Sé talan á heimasíðu félagsins um  27.000 félagsmenn Eflingar rétt voru um 10.000 færri félagsmenn á kjörskrá og greiddu aðeins um 10% félagsmanna atkvæði í kosningunum og hefur sigurlisti Sólveigar Önnu stuðning um 8% félagsmanna. Þetta endurspeglar sorglega lítinn félagslegan áhuga.“

 

Þá reifar Björn niðurstöður stjórnarkjörs VR sem lauk í gær, en Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, sem var endurkjörin í stjórn VR, sagði í Morgunblaðinu að Ragnari Þór hefði mistekist að koma sínum mönnum að í stjórninni og velti því fyrir sér hvort hann væri því kominn í minnihluta í eigin stjórn. Ragnar Þór kom inn tveimur mönnum í stað fimm, samkvæmt Ingibjörgu og kvaðst sáttur við sinn hlut í samtali við Morgunblaðið. Björn nefnir lága kosningaþátttöku í stjórnarkjörnu:

 

„Alls greiddu 3.345 atkvæði en á kjörskrá voru 34.980 félagsmenn. Kosningaþátttaka var því 9,56% eða álíka mikil og í listakosningunum í Eflingu. Ragnari Þór tókst ekki að „hreinsa út úr“ stjórninni fólk sem honum er ekki að skapi eins og t.d. Ingibjörgu Ósk Birgisdóttur, 2. varaforseta ASÍ. Hún telur ástæðu fyrir Ragnar Þór að velta fyrir sér hvort hann njóti stuðnings meirihluta stjórnar VR,“

segir Björn. Hann telur þetta kaldar staðreyndir um stöðu þeirra sem „hæst láta“ og talar um blekkingu:

 

„Þetta eru kaldar staðreyndir um stöðu þeirra innan verkalýðshreyfingarinnar sem hæst láta og segjast ætla að „rugga bátnum“ með því að sprengja upp sátt á vinnumarkaði næsta haust og hreinsa til innan ASÍ. Auðvitað kann lítil þúfa að velta þungu hlassi innan ASÍ en að halda því fram að Sólveig Anna eða Ragnar Þór njóti einhvers fjöldafylgis eða sigrar þeirra í kosningum boði eitthvert uppgjör innan þjóðfélagsins er einfaldlega blekking. Þeim tókst að virkja lítinn hóp innan stéttarfélaga sinna gegn ráðandi öflum. Valdataka þeirra er fyrst og síðast afleiðing félagslegrar deyfðar í VR og Eflingu, tveimur fjölmennustu stéttarfélögum landsins.“

 

Þá gerir Björn athugasemdir við kjörskrá VR:

 

„Tölurnar hjá Eflingu: 27.000 félagsmenn og 16.578 á kjörskrá kunna að skýrast af því að félagið semur fyrir 27.000 manns en 16.578 af þeim hafa skráð sig í félagið. Að 34.980 séu á kjörskrá hjá VR má líklega rekja til þess að þar á bæ skrá menn þá í félagið sem hefja störf hjá viðsemjendum VR. Hvernig þessi VR-aðferð samræmist rétti manna til félagafrelsis er athugunarefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma