fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Björn Leví í hart við stjórnarformann Vaðlaheiðarganga – Segir hann ljúga upp á sig

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því í gær að forsendur um gjaldheimtu og rekstrargrundvöll Vaðlaheiðargangnanna væri vitlaust reiknaðar, á mun lægri vöxtum en lög um ríkisábyrgð segja. Hann benti á að í svari sem hann fékk frá Ríkisábyrgðarsjóði komi fram að miðað við ákveðnar gefnar forsendur muni göngin koma til með að kosta 33.8 milljarða.

 

Þetta segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga, vera út úr korti:

„Auðvitað geta menn kallað eftir svona dæmaleikjum og beðið um alls konar útreikninga. Ef þingmaðurinn hefði til dæmis beðið um aðeins hærri vexti hefðu göngin getað kostað 50 milljarða,”

 

segir Friðrik við RÚV. Hann segir að göngin muni kosta um 17 milljarða þegar upp er staðið, lánið sé með vaxtastigi sem verði ekki breytt. Þá hefur RÚV eftir Friðriki að Björn Leví sé í stríði við Ríkisábyrgðarsjóð.

Björn Leví svarar þessari gagnrýni Friðriks á Facebook síðu sinni í dag:

„Þessu ætla ég að svara hástöfum. Ég bað ekki um að lánið yrði reiknað með einhverjum ákveðnum vöxtum. Lögin kveða á um vextina.

Úr lögunum: „Ábyrgðargjald skal svara að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi aðili nýtur, á grunni ríkisábyrgðar, í formi hagstæðari lánskjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar.“

Lánshæfismatið var CAA1 eða CCC, sem var ekki mín uppfinning heldur kom frá Ríkisábyrgðasjóði sem mat á vaxtakjörum á markaði. Þar af leiðandi bað ég um útreikninga samkvæmt því mati, eins og lögin kveða á um. Auðvitað hefði ég ekki beðið um einhverja aðra prósentu. Að halda því fram eins og Friðrik gerir er að ljúga upp á mig.“

 

 

Í svari Ríkisábyrgðarsjóðs til Björns, kom fram að forsendurnar væru óraunhæfar:

„Rétt er að taka fram að þær forsendur sem í svari þessu eru lagðar til grundvallar útreikningi á stöðu lána og umferðarmagni eru að mati Ríkisábyrgðasjóðs frekar óraunhæfar og allar niðurstöður ber að skoða í því ljósi.”

 

Forsendur Ríkisábyrgðarsjóðs voru eftirfarandi:

  • VHG hf. mun nýta sér að fullu lánsheimild viðbótarláns, samtals 4,7 ma.kr.
  • Dregið er á lánið með sem næst jöfnum ádráttum fram til ársloka 2018.
  • Göngin eru opnuð í árslok 2018, tekjuöflun hefst í upphafi árs 2019.
  • Á gjalddaga framkvæmdalánsins þann 1.5.2021 er samið um áframhaldandi lánveitingu frá ríkissjóði (endurfjármögnunarlán) með sömu vaxtakjörum til 35 ára með cash-sweep fyrirkomulagi.
  • Gert er ráð fyrir að verðbreytingar kostnaðar sé mætt með sambærilegri breytingu í tekjum.
  • VHG hf. geta fengið vaxtagreiðslur vegna láns lánaðar til skamms tíma ótakmarkað dugi sjóðstreymi félagsins ekki til greiðslu vaxta af láninu.
  • Umferðarspá miðast við háspá Vegargerðarinnar um umferð um Víkurskarð, en hún miðar við 3% aukningu umferðar á ári.
  • Gert er ráð fyrir að öll umferð sem nú og skv. spá Vegagerðarinnar fer og mun fara um Víkurskarð fari öll um Vaðlaheiðargöng.
  • Verð gegnum göngin er sett kr. 1.250 hver ferð án virðisaukaskatts
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“