fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Þórunn: „Þurfum bara að tala um hlutina eins og þeir eru“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 12. mars 2018 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Egilsdóttir

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknar úr Norðausturkjördæmi, sagði í Morgunútvarpinu í morgun á Rás 2 að henni þætti sjálfsagt að upplýsingar um endurgreiðslur og kostnað væru birtar opinberlega, sem og að þingmenn taki bílaleigubíla. Þórunn er ofarlega á lista þeirra þingmanna sem fá hvað mest greitt vegna ferðakostnaðar. Hún sagði hinsvegar líka að það væri eðlileg krafa fólks að geta hitt sína þingmenn í heimabyggð og að umræðan um málið hafi ekki alltaf verið sanngjörn né raunsæ. Hún spyr hvort það eigi að hafa alla þingmenn á suðvesturhorninu:

 

„Eðlilega erum við í Norðaustur-, Vestur og Suðurkjördæmi að keyra meira og ferðast meira. Þetta eru alveg gríðarlega stór kjördæmi. Og ef við erum komin á þann stað að það megi ekki kosta neitt, þá erum við að tala um að við viljum bara hafa þingmennina hér á suðvesturhorninu, þá er það bara allt önnur umræða sem við þurfum að taka. En það sem ég finn er það að fólki finnst gott að við búum í kjördæminu, séum þátttakendur í kjördæminu með fólkinu og þekkjum það sem er að gerast þar. Við veljum að vera í góðu sambandi við kjósendur okkar. Ég legg mig fram við að fara um kjördæmið og mæta á fundi og hitta fólkið. Það þýðir það líka að ég er alltaf að taka tíma frá fjölskyldunni minni. Þið getið bara rétt ímyndað ykkur það. Það er enginn að kveinka sér undan því en svona er þetta bara. Við þurfum bara að tala um hlutina eins og þeir eru.“

 

sagði Þórunn í morgun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“