fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Aðdaáendur Assads, áróðurs- og samsæriskenningasmiðir

Egill Helgason
Laugardaginn 10. mars 2018 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ég hefði fari á fund blóðugs harðstjóra og lýst því yfir að tími minn með honum væri stoltasta stund lífs míns, þá þætti ég varla góður heimildarmaður um framferði þessa sama harðstjóra.

En þetta er tilfellið með Vanessu Beeley, breskan bloggara, sem var gestur á fundi í Safnahúsinu í dag. Fundarboðandi var Ögmundur Jónasson.

Hér er tvít frá Beeley eftir að hún hitti Bashir al Assad forseta Sýrlands fyrir hálfu ári. Hún ræður sér ekki fyrir stolti.

 

 

Markmiðið er að halda því fram að allir sem beygja sig undir vald Assads séu hryðjuverkamenn og þar af leiðandi algjörlega ómarktækir. Meginatriðið í málflutningi Beeleys er að að Hvítu hjálmarnir, hjálparsveitirnar sem hafa starfað á vettvangi í stríðinu í Sýrlandi, séu í raun hryðjuverkasamtök. Mikið af fréttum sem berast af grimmdar- og óhæfuverkum í Sýrlandi kemur frá þessum samtökum og skyldum aðilum. Sýrlandsstjórn og bandamenn þeirra Rússar hafa gengið mjög langt í áróðri sínum gegn þessum samtökum. Skýringin er einföld: Ef hægt er að kasta rýrð á þær fáu heimildir sem eru á vettvangi í stríðinu, þá vitum við í rauninni ekki neitt lengur – hugsið ykkur Vietnamstríðið þar sem allt sem kemur ekki beinlínis frá stjórnvöldum er afgreitt sem kommúnistaáróður (það var reynt!). Þessi áróðurs- og samsæriskenningaherferð er útskýrð í grein sem birtist í Guardian fyrir fáum mánuðum. Þar er áróðrinum sem kemur frá Rússlandi líkt við verksmiðju.

Málflutningi Beeleys er aðallega dreift í gegnum vef sem nefnist 21st Century Wire. Hún er  aðstoðarritstjóri. Á vefnum birtast meðal annars greinar þar sem er hæðst að loftslagsvísindum og svo eru fréttaskýringar um efni eins og Hitler hafi flutt til Argentínu eftir stríðið. Stofnandi 21st Century Wire, Patrick Henningsen, hefur ferðast með Beeley til Sýrlands. Þau eru bæði aufúsugestir á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT. Henningsen hefur líka starfað með öfgahægrimanninum Alex Jones á vefnum Infowars.

Þetta er semsagt heldur sérstæður félagsskapur. Í einni frásögn af fundinum í dag kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi verið meðal gesta. Þessi Facebook-færsla er reyndar eina heimildin um það. Hvernig ætli Katrínu hafi fundist fundurinn – hafi hún verið þar?

Í þessu sambandi má benda á nýja skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Sýrlandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur