fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Þjónustujöfnuður við útlönd jákvæður um 272,2 milljarða árið 2017

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. mars 2018 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildartekjur af þjónustuútflutningi á fjórða ársfjórðungi 2017 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, 160,6 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 107,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 53,4 milljarða króna en var jákvæður um 41,1 milljarð á sama tíma árið 2016, á gengi hvors árs. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2017 voru heildartekjur af þjónustuútflutningi 671,8 milljarðar en heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu 399,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 272,2 milljarða en var jákvæður um 257,1 milljarð á árinu 2016 á gengi hvors árs.

 

 

 

Útflutningur
Árið 2017 var verðmæti þjónustuútflutnings 25,4 milljörðum hærra en sama tíma árið áður eða 3,9% á gengi hvors ár. Tekjur af útflutningi á ferðaþjónustu námu 323,2 milljörðum og hækkuðu um 11,7% frá árinu 2016. Hlutdeild ferðaþjónustu af heildarútflutningi á þjónustu var 48,1% á árinu 2017. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 229,6 milljörðum og hækkuðu um 5,2%. Tekjur af annarri viðskiptaþjónustu drógust saman um 30,6% frá árinu 2016.

Innflutningur
Árið 2017 var verðmæti þjónustuinnflutnings 10,3 milljörðum hærra, eða 2,6% á gengi hvors ár, en sama tíma árið áður. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 177,1 milljarði og hækkuðu um 16,5% frá árinu 2016. Útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu voru 75,4 milljarðar, og lækkuðu um 17,7% milli áranna 2016 og 2017.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2016 og 2017
Breytingar frá
Milljónir króna á gengi hvors árs  fyrra ári
4.ársfjórðungur 1. -4. ársfjórðungur á gengi  hvors árs,
2016 2017 2016 2017 % 1.-4. ársfj.
Útflutt þjónusta 139,230.7 160,589.3 646,453.2 671,814.3 3.9
Samgöngur og flutningar 45,929.8 47,696.8 218,140.4 229,554.0 5.2
Ferðalög 54,554.7 61,715.3 289,337.9 323,156.6 11.7
Önnur viðskiptaþjónusta 11,294.8 9,778.0 40,566.1 28,152.7 -30.6
Aðrir þjónustuliðir 27,451.4 41,399.2 98,408.7 90,951.1 -7.6
Innflutt þjónusta 98,141.8 107,170.5 389,378.0 399,635.6 2.6
Samgöngur og flutningar 15,728.3 16,097.2 64,318.8 63,172.7 -1.8
Ferðalög 41,191.9 47,538.4 152,026.2 177,060.8 16.5
Önnur viðskiptaþjónusta 20,119.5 20,936.1 91,673.8 75,405.3 -17.7
Aðrir þjónustuliðir 21,102.0 22,598.8 81,359.2 83,996.7 3.2
Þjónustujöfnuður 41,088.9 53,418.9 257,075.1 272,178.8  

Lokatölur fyrir árið 2017 verða birtar í september 2018.

Talnaefni

Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður á fjórða ársfjórðungi 2017, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 13,2 milljarða króna en hann var jákvæður um 27,8 milljarða á sama tíma árið 2016, á gengi hvors árs. Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 40,2 milljarða króna en þjónustujöfnuður var hagstæður um 53,4 milljarða.

Heildarútflutningstekjur vegna vöru- og þjónustuviðskipta námu 308,2 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 295,1 milljörðum króna.

Í bráðabirgðatölum fyrir árið 2017 var vöru- og þjónustujöfnuður við útlönd jákvæður um 105,1 milljarða en var jákvæður um 155,4 milljarða árið 2016.

Þessar upplýsingar koma fram í brúartöflu á vef Hagstofunnar sem samræmir staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út