fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Þjóðin klofin í umskurðarmálinu-Miðflokksfólk og sjallar skera sig úr

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. mars 2018 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lagði umskurðarfrumvarpið fram

Sléttur helmingur landsmanna segjast fylgjandi banni á umskurði ungra drengja samkvæmt nýrri könnun MMR sem lauk í dag. Landsmenn virðast hafa nokkuð sterkar skoðanir á málinu og sést meðal annars helst á því að 68% svarenda höfðu algerlega öndverða skoðun á málinu, það er sögðu að þeir væru annað hvort mjög fylgjandi banninu (39%) eða sögðust mjög andvíg umskurnarbanni (29%). Þá voru 11% sem sögðust banninu frekar fylgjandi, 8% sögðust banninu frekar andvíg og 13% svarenda skipuðu sér á hlutleysisbekk í málinu og kváðust hvorki vera fylgjandi né andvíg banni við umskurði ungra drengja. Þá vekur athygli að öndverð afstaða til málsins virðist ganga þvert á flesta stjórnamálaflokka þannig að segja má að þjóðin sé pólitískt séð klofin í málinu.

1802 umskurdur2

 

Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) banni við umskurði ungra drengja? Svarmöguleika voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar fylgjandi, Mjög fylgjandi, Veit ekki og Vil ekki svara. Samtals tóku 92,2% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur eftir lýðfræðihópum
Stuðningur við bann reyndist meiri með lækkandi aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 57% vera fylgjandi banni samanborið við 34% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Að sama skapi voru 24% ynsta aldurshópsins sem sögðust vera andvíg banni samanborið við 51% elsta aldurshópsins.

Sé horft til stjórnmálaskoðana má sjá að afstaða málsins var mjög skipt í öllum flokkum. Mestur stuðningur við bann reyndist meðal stuðningsfólks Pírata (59%), Vinstri grænna (55%) og Framsóknarflokks (54%). Stuðningur við bann var aftur á móti minnstur meðal stuðningsfólks Miðflokks (44%) og Sjálfstæðisflokks (42%) – þessir tveir flokkar skáru sig jafnframt úr að því leitinu til að þar skiptist stuðningsfólk nánast jafnt í tvær fylkingar í afstöðu sinni til málsins. Í öðrum flokkum reyndist heldur meiri stuðningur við bann við umskurði ungra drengja. Þvert á flokka sveiflaðist andstaða við bann við umskurni á bilinu 45% (Miðflokkurinn) til 28% (Vinstri græn).

 

1802 umskurdur x3

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 906 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 22. febrúar til 1. mars 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Uns engin er eftir nema bankinn og asninn

Jón Sigurður skrifar – Uns engin er eftir nema bankinn og asninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hart sótt að Áslaugu Örnu – „Það er ykkar Kleppur að díla við“

Hart sótt að Áslaugu Örnu – „Það er ykkar Kleppur að díla við“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kamala Harris fær stuðning úr óvæntri átt

Kamala Harris fær stuðning úr óvæntri átt