fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Fjárfestingarbanki Evrópu eykur lánsframboð sitt til EFTA ríkjanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. mars 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson og Andrew McDowell við undirritunina í dag. Mynd-Stjórnarráðið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingarbankans undirrituðu í dag yfirlýsingu í tengslum við framlengingu og aukningu á framboði lána til fjögurra ára í viðbót, en aukningin nemur 200 milljónum evra frá því sem verið hefur og heildarframboðið því 1 milljarður evra til loka ársins 2021. Lánsféð stendur fyrirtækjum í öllum fjórum EFTA-ríkjunum til boða.

EIB er fjárfestingarbanki í eigu allra 28 ríkja Evrópusambandsins og vinnur hann náið með öðrum stofnunum sambandsins að því að innleiða stefnu þess. Aðaláherslan í starfi bankans er að styðja við efnahagsþróun og samruna Evrópu. Bankinn er stærsti fjölþjóðalántakandi og lánveitandi í heimi. með um 573 milljarða evra efnahag. EIB fjármagnar verkefni aðallega með lánveitingum til lengri tíma, en einnig í formi hlutafjár og ábyrgða. Megnið af útlánum bankans er veitt til verkefna innan Evrópusambandsins og telja þau yfir 90% af lánasafni hans. EIB hefur lánað rúmlega einn milljarð evra til verkefna á Íslandi frá árinu 1995.

Stjórn EIB ákvað að auka lánsféð þar eð vaxandi áhugi var á slíkum lánum og lánaviðskiptin hafa aukist. Andrew McDowell er aðstoðarframkvæmdastjóri og hefur umsjón með viðskiptum við EFTA-ríkin. Hann tilkynnti þessa ákvörðun eftir fund sinn með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í morgun.

Við það tækifæri sagði Bjarni:

„Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að Isavia og önnur íslensk fyrirtæki geta á ný fengið aðgang að lánum fyrir mikilvægum innviðafjárfestingum án ábyrgðar ríkisins eða Reykjavíkurborgar frá fjölþjóðafjárfestingarbanka á stærð við EIB, enda getur bankinn boðið ein bestu lánskjör í Evrópu. Þetta er enn ein birtingarmynd þess að íslenskt hagkerfi stendur vel í alþjóðlegum samanburði.“

McDowell sagði við þetta tækifæri að EIB hefði sett loftslagsmál í forgang og fjármagnað margar framkvæmdir í endurnýjanlegri orku með lánum til EFTA-ríkjanna. „Ísland er framarlega í þróun jarðvarmaorku og EIB hefur gegnum árin tekið þátt í að fjármagna um 600 megavött af raforku í landinu. Nú er einum milljarði evra bætt við lán bankans á næstu fjórum árum og er bankinn reiðubúinn að fjármagna framkvæmdir til að stuðla að frekari efnahagssamruna milli ESB og EFTA“.

Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, sagði ennfremur: „Þetta er gott fjármögnunartækifæri fyrir EFTA-ríkin og undirstrikar að ríkin eru nánustu viðskiptaaðilar ESB og eru samtvinnuð við framvindu ESB ríkjanna gegnum EES samninginn og aðra tvíhliða samninga. Samvinna okkar er ekki aðeins á efnahagssviðinu heldur er hún einnig pólitísk og menningarleg og er til gagnkvæmra hagsbóta fyrir alla. Við sjáum fram á að bönd okkar styrkist í framtíðinni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn ætla að sprengja ríkistjórnina og láta kjósa með skömmum fyrirvara

Segir Sjálfstæðisflokkinn ætla að sprengja ríkistjórnina og láta kjósa með skömmum fyrirvara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hart sótt að Áslaugu Örnu – „Það er ykkar Kleppur að díla við“

Hart sótt að Áslaugu Örnu – „Það er ykkar Kleppur að díla við“