Fréttavefur Guardian er einn sá víðlesnasti í allri veröld og nýtur álits fyrir góðan fréttaflutning og fjölbreytilegt efni. Grein sem birtist á vefnum í vikunni um hættuna steðjar að íslenskunni vegna innrásar enskunnar í gegnum upplýsingatækni er mest lesin á Guardianvefnum nú í vikunni. Maður skyldi halda að fáir hefðu áhuga á því hvernig smámáli norður í höfum reiðir af, en reyndin virðist vera önnur.
Greinin frá Íslandi er ofar en frétt um hryllilegar vítisvélar sem Pútín stærði sig af á fundi með stuðningsmönnum sínum, dómsdagssprengjum sem geta dreift óheyrilegu magni af geislavirkni og eytt mannslífum í milljarðatali. Samkvæmt því mun vígbúnaðarkapphlaupið magnast upp á nýjan leik.
Og líka ofar en frétt um að efni sem eru notuð til að framleiða beikon séu krabbameinsvaldandi, nánar tiltekið nítrat, og að það sé bilun hversu lengi það hafi verið notað í kjötvinnslu.