fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ný sameiginleg viljayfirlýsing um fjármálastöðugleika á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing („memorandum of understanding“) viðeigandi ráðuneyta, seðlabanka, fjármálaeftirlita og skilavalda (resolution authorities) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum um samvinnu landanna og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Um er að ræða samstarf um að draga úr líkum á smitáhrifum fjármálalegs óstöðugleika á milli landanna og viðhalda virku fjármálakerfi á svæðinu.

Norður- og Eystrasaltlöndin hafa sameiginlega hagsmuni á sviði fjármálastöðugleika vegna innbyrðis tengsla í fjármálakerfum landanna. Því er aukin samvinna og samræming á milli landanna mikilvæg til þess að viðhalda fjármálastöðugleika.

Alþjóðleg umgjörð um samvinnu þeirra sem standa að viljayfirlýsingunni er mikilvæg til þess að stuðla að fjármálastöðugleika á svæðinu og efla samvinnu þeirra og samræmingu eins og lýst er í yfirlýsingunni.

Viljayfirlýsingin kemur í stað yfirlýsingar frá árinu 2010. Hún er ekki lagalega bindandi.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600.

Sameiginleg viljayfirlýsing Norðurlanda og Eystrasaltslanda um samvinnu og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika, 31. janúar 2018 (aðeins á ensku).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum