fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Björn Bjarnason: „Áfall fyrir skólakerfið“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum menntamálaráðherra.

Samkvæmt skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar eru einkunnir í PISA-prófum lægstar hér á landi af öllum Norðurlöndunum. Þá er Ísland einnig undir meðaltali samanborið við önnur OECD lönd. Þá eru einkunnir innfæddra nemenda mun hærri en aðfluttra, eða sem nemur 23 prósentum. Einnig mælist brottfall úr námi mest á Íslandi af Norðurlöndunum, eða 19,8 prósent. Horft er til niðurstaðna frá árinu 2015, en PISA-próf eru lögð fyrir nemendur á þriggja ára fresti.

 

Björn Bjarnason, sem er fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins á árunum 1995-2002, segir þetta reiðarslag:

„Enn einu sinni kemur eins og reiðarslag yfir þjóðina þegar skólakerfið stenst illa alþjóðlegan samanburð ef marka má kannanir. Árangur nemenda er metinn á alþjóðavísu með svonefndum PISA-könnunum. Vissulega eru þær ekki fullkomnar frekar en önnur mannanna verk en þær eru þó viðurkenndur kvarði og hvað sem líður samanburði milli þjóða má nota hann til að átta sig á hvort framfarir hafi orðið innan sama skólakerfis. Í ljós kemur að hér hefur ekkert breyst til batnaðar milli kannana frá 2012 og miðað við skólakerfin annars staðar á Norðurlöndunum fær íslenska kerfið falleinkunn.“

Björn leitar svara og nefnir að um aldamótin hafi krafan verið að lengja  kennaranámið til að stuðla að bæta innra starf skólanna:

„Nú segja ýmsir að lenging þess leiði til kennaraskorts. Almennt má segja að krafan um lengra nám eftir að grunnhæfni hefur verið náð sé næsta undarleg þegar litið er til örra breytinga. Þær krefjast nýrrar hæfni og þekkingar sem aðeins er unnt að afla með símenntun.“

 

Þá nefnir Björn að sumir kennarar geri lítið úr PISA-könnunum og vísar til ummæla nýkjörins formanns grunnskólakennara, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur í Kastljósinu á dögunum, hvar hún sagði:

„Það á að felast í menntun að auka og ydda mennskuna. Það hvort að við séum að koma vel út í einhverri þekkingarleit eða Pisa-prófum er þekking sem getur jafnvel orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir eða eitthvað annað.“

 

Björn segir hluta vandans einnig vera afstöðu nemenda, sem hafi „ekkert sérstakt dálæti á prófum og könnunum“ með vísun í orð Védísar Árnadóttur í Noregi á Facebooksíðu sinni, sem sagði marga svara þessum könnunum með hangandi hendi og litlum metnaði, sem útskýrði að einhverju leyti niðurstöðurnar.

Björn segir þetta bera vott um skort á áherslu stjórnenda skólanna á þjálfun í markmiðasetningu, með því að láta nemendur taka próf eða sanna getu sína með könnunum.

Björn efast þó um að sú lýsing sé rétt, að unglingar skorti dálæti fyrir PISA könnuninni, því nemendur hafi mikið dálæti á hvers kyns keppnum öðrum og því skyldu þeir þá ekki hafa sömu afstöðu til prófa ?

Björn segir kennara  sem eru andvígir samanburðarprófum, ráða meira í þessu en nemendur og að það lofi ekki góðu um framhaldið að bregðast við PISA með því að hallmæla því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum