fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Sveinn Hjörtur setur ofan í við Sveinbjörgu Birnu – Gefur ekki upp afstöðu sína varðandi framboð

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Gunnar Kristinn Þórðarson, einn af helstu stuðningsmönnum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir á Facebook síðu sinni í gær að Miðflokksmenn væru „brjálaðir í framheilanum“ ef þeir bjóða ekki Sveini Hirti Guðfinnssyni 1.-.3. sætið í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Sveinn Hjörtur er fyrrverandi formaður Framsóknafélags Reykjavíkur, en sagði sig úr Framsókn í september. Þá var hann aðalmaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Sveinn hefur lengi verið einn helsti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og einn sá ötulasti við stofnun Miðflokksins.

Líflegar umræður hafa skapast í spjallþræðinum  við færslu Gunnars. Flestar bera þær lof á manngerð Sveins Hjartar og því kemur athugasemd Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa en áður samherja Sveins í Framsókn og flugvallarvinum, sem þruma úr heiðskýru lofti.

Sveinbjörg sakar Svein um iðjuleysi og að þiggja enn laun sem Framsóknarmaður þó svo hann sé að íhuga framboð fyrir annan flokk:

Ekki hefur komið mikið frá honum er hann sat í mannréttindanefnd eða innkauparáði fyrir Framsókn og flugvallarvini í borginni. En hann situr líklega enn fyrir Framsókn og þiggur þaðan laun á meðan hann býður sig fram fyrir annan lista. Frekar ótrúverðugt verð ég að segja.“

Sveinn Hjörtur lætur þetta þó ekki á sig fá og svarar fyrir sig:

„Ég þakka stuðninginn en hef ekkert ákveðið með framboð. Hitt er annað mál að fyrsta pólitíska drullukastið kom úr stíunni hjá fyrrum flokksfélaga mínum, Sveinbjörgu Birnu. Það mátti svo sem eiga von á því að manneskjan sem engan veginn var hægt að vinna með, svaraði sjaldan skilaboðum, setti sig sjaldan í málin, og vann sem ein í heiminum, borgarfulltrúinn sem náði engum afrekum á ferli sínum, en þakka má öllum öðrum en henni Sveinbjörgu fyrir það við höfum náð að gera það sem þó var gert. Ótal mál og tillögur voru lagðar fram af öðrum en Sveinbjörgu Birnu, eða unnar af öðrum en henni. Að lokum er ég fulltrúi Flugvallarvina og legg fram tillögur og bókanir í þeirra nafni. Augljóst er að Sveinbjörg er ósátt við pólitíska píslagöngu sína og ræðst á mig hér með ótrúlegum málflutningi.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?