Dóra Björt Guðjónsdóttir, stjórnmálafræðingur og 2. varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi, stefnir á 1.-2. sætið á lista Pírata í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Dóru Bjartar.
Hún segir málefni innflytjenda, hælisleitenda, flóttafólks og fólks með fatlanir sér sérstaklega hugleikin og vill tryggja aðgengi allra íbúa Reykjavíkur að borginni. Þá vill hún koma á fót Gagnsjá Reykjavíkurborgar, sem er rafræn upplýsingagátt um málefni borgarinnar sem auðveldar aðgengi og sjálfsafgreiðslu mála. Þá vill hún stuðla að góðum almenningssamgöngum og húsnæði fyrir ungt fólk.
Lesa má tilkynningu Dóru í heild sinni hér að neðan: