fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Bankaskýrslan: Bankarnir standa styrkum fótum en förum samt varlega útaf svolitlu…svona í ljósi sögunnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júlí 2017 um skipulag bankastarfsemi á Íslandi hefur skilað skýrslu til ráðherra. Var nefndinni falið að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að gera breytingar á núverandi skipan mála og eftir atvikum leggja fram tillögur.

Í niðurstöðum nefndarinnar kemur m.a. fram að starfsumgjörð fjármálamarkaðar hafi verið gjörbylt frá fjármálakreppunni 2008 og breytingar í regluverki og eftirliti tekið á helstu áhættum sem gerðu bankakerfið fallvalt í aðdraganda hennar. Bankarnir standi nú styrkum fótum og ekkert bendi til þess að það breytist á næstu misserum.

Í ljósi sögunnar sé samt skynsamlegt að dregin verði varnarlína um hvað fjárfestingarbankastarfsemi á grunni beinnar og óbeinnar stöðutöku geti vaxið mikið hjá stærstu bönkunum, þeim sem teljast kerfislega mikilvægir hér á landi.

Í samantekt segir meðal annars:

„Mat Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárþörf vegna beinnar og óbeinnar stöðutöku stærstu bankanna nam 4,4% af eiginfjárgrunni um mitt ár 2017. Eftirlitið telur þetta mat geta átt eftir að hækka við væntanlegar breytingar á viðmiðum þess. Nefndin leggur til að varnarlína verði dregin við það ef þetta hlutfall nær 10-15% í framtíðinni hjá einhverjum bankanna. Viðkomandi banki hafi þá tvo valkosti, að draga úr þessari starfsemi sinni eða stofna um hana sérstakt félag, sem þó má vera innan sömu samstæðu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig verði leitast við að tryggja að þótt banki velji að halda áfram að auka slíka starfsemi verði kerfislega mikilvæg starfsemi bankans varin gegn aukinni áhættu. Til vara leggur nefndin til að löggjafinn veiti Fjármálaeftirlitinu skýra heimild og skyldu til að grípa til aðgerða telji eftirlitið að fjárfestingarbankastarfsemi tiltekins banka sé orðin það viðamikil að hún skapi áhættu fyrir viðskiptabankann. Þá kallar nefndin eftir því að eftirlitsaðilar skilgreini þá kjarnastarfsemi bankanna sem ávallt verður að vera til staðar til að þjóna almenningi og fyrirtækjum landsins.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?