fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Logi segir tillögur danskra jafnaðarmanna um útlendingamál „ómannúðlegar“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebooksíðu sinni vera ósammála tillögum danskra jafnaðarmanna í útlendingamálum, sem kynntar voru í gær á formannafundi norrænu jafnaðarflokkanna í Danmörku.

Logi segir tillöguna ómannúðlegar:

„Hún virðist því miður um margt eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem við jafnaðarmenn höfum gagnrýnt harðlega, s.s. Dansk folkeparti. Á formannafundi norrænu jafnaðarflokkana í gær kynnti Mette Fredriksen þessa nýju stefnu fyrir okkur formönnum. Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu. Ég vona innilega að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndunum feti ekki í spor danska systurflokksins og mun beita mér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt af mannúð. Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“

 

Þá segist Logi vilja taka öðruvísi á vandanum:

„Ég trúi að það er rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra. Leiðin er klárlega ekki að reisa múra um Vesturlönd eða alla á ótta og tortryggni. Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?