fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Brimarhólmsfanginn forfaðir Guðjóns

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötti og síðasti þáttur Kaupmannahafnar, höfuðborgar Íslands, verður sýndur á RÚV í kvöld. Í þessum þætti fjöllum við Guðjón Friðriksson meðal annars um kónga sem ríktu yfir Íslandi. Guðjón nefnir að þeir kóngar sem Íslendingar höfðu mestar mætur á, Kristján VIII og Friðrik VIII, voru ekki endilega þeir konungar sem Danir höfðu í hávegum. Við tölum um embættismenn sem komust til mannvirðinga í höllinni, þar má nefna Finn Magnússon sem var leyndarskjalavörður konungs og áberandi á frægu málverki af krýningu Kristjáns VIII.

Við skoðum leifarnar af Bláturni. Þar sat í fangelsi „ólempið brotahöfuð“, eins og það var kallað, hinn undarlegi lærdómsmaður Guðmundur Andrésson. Guðmundur var dæmdur samkvæmt stóradómi og fluttur til Hafnar, settur í Bláturn sem var fastur við konungshöllina. Þar varð honum á eitt kvöldið að horfa svo ákaft á stjörnurnar að hann datt úr glugganum og beint í faðm konungsfjölskyldunnar.

Við endum þættina svo á Brimarhólmi. Engin merki eru sjáanleg þar um hið illræmda fangelsi. Lengi var talað um að íslenskir sakamenn hefðu verið sendir á Brimarhólm, þótt í raun hefði þeim verið úthlutuð vist í Stokkhúsinu, Rasphúsinu eða öðrum fangelsum. Brimarhólmur var skipasmíðastöð þar sem fangar voru látnir þræla og stendur rétt hjá hinni gömlu og merku Hólmsins kirkju og Kauphöllinni þar sem Íslendingar fóru að láta til sín taka þegar verslunarfrelsi jókst. Meðal þeirra var Ásgeir Ásgeirsson frá Ísafirði sem fékk hjartaslag í Kauphöllinni og hné örendur niður.

Það upplýsist svo í þættinum að langalangafi Guðjóns var brotamaður sem var sendur í tugthús í Kaupmannahöfn.

Þáttinn frá því fyrir viku síðan, þann 5ta, má sjá hér á vef RÚV. En síðasti þátturinn er semsagt sýndur í kvöld.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins