fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Vinstri grænir færa sögu sína til bókar-Hreyfingin 20 ára á næsta ári

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 19 ár síðan að Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. í tilefni af 20 ára afmæli hreyfingarinnar á næsta ári, hefur verið ákveðið að ráðast í ritun sögu flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG.

Þar segir að á stjórnarfundi síðastliðinn föstudag hafi verið ákveðið að hefja undirbúning á ritun sögu VG og muni ritnefnd koma saman á næstunni til að velja sagnfræðing til að starfa að sögurituninni, sem færð verði í bók og boðin áskrift að henni:

„Vinstrihreyfingin-grænt framboð er nítján ára í dag, en hún var formlega stofnuð 6. febrúar 1999 til að sameina vinstrisinna og náttúruverndarfólk fyrir þingkosningar 8. maí 1999. VG vann stórsigur í sínum fyrstu kosningum, fékk 9.1 prósent atkvæða.

Nú 19 árum síðar leiðir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, ríkisstjórn Íslands og er VG með þrjá ráðherra, forseta Alþingis og ellefu manna þingflokk á Alþingi. Flokkurinn fékk 16.9 prósent atkvæða í Alþingiskosningum, og félagar í VG eru hátt í sexþúsund talsins.  VG býður fram í mörgum sveitarstjórnum og er undirbúningur fyrir kosningar vel á veg kominn í stærstu sveitarfélögunum.

Á stjórnarfundi VG síðastliðinn föstudag var samþykkt að ráðast í ritun sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fyrir 20 ára afmælið á næsta ári. Ritnefnd kemur saman á næstunni og velur sagnfræðíng til að starfa að sögurituninni. Stefnt er að því að sagan komi út á bók og boðin verði áskrift að henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?