Þetta er fáránlegt mál – klárt dæmi um „tölvan segir nei“ aðferðir.
Við fjölskyldan létum Eggert hafa rafmagnspíanó sem við vorum hætt að nota fyrir nokkrum árum – og hann flutti það til Súðavíkur þar sem hann hefur stundað tónlistarkennslu meðfram öðru menningar- og félagsstarfi.
Við vissum að hjóðfærið væri í góðum höndum fyrir vestan.
Nú vill Útlendingastofnun reka Eggert og fjölskyldu hans úr landi. Þetta er ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð strax. Það er heldur ekki eins og sé offramboð af fólki sem vill búa vestur á fjörðum árið um kring.