fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Viðreisn leitar víða samstarfs til sveitastjórnarkosninga

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 08:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í Morgunblaðinu í dag að Viðreisn skoði nú samstarf við aðra flokka um sameiginlegt framboð til sveitastjórnarkosninga í maí:

„Það er ekki búið að klára eitt eða neitt, en það lítur út fyrir samstarf á nokkrum stöðum við ýmsa flokka og aðila. Það eru líkur á því að við munum bjóða fram með öðrum flokkum. Við höfum átt góð samtöl við t.d. Bjarta framtíð, auk annarra flokka. Það er ýmislegt í pípunum sem ég á von á að muni klárast á næstu dögum eða vikum. Það er engin miðstýrð ákvörðunartaka í þessu hjá okkur í Viðreisn heldur mun öll ákvörðun um samstarf vera tekin af heimafólki á hverjum stað fyrir sig,“

 

segir Þorgerður við Morgunblaðið.

 

Áður hafði verið greint frá samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Kópavogi og mögulega Reykjavík, en Morgunblaðið telur nú litlar líkur á sameiginlegu framboði Viðreisnar og Bjartar framtíðar í borginni, nema það verði undir merkjum Viðreisnar. Hinsvegar hafi Viðreisn verið í viðræðum við Samfylkingu, VG og Framsókn.

 

Björt Ólafsdóttir,formaður Bjartrar framtíðar, segir við Morgunblaðið að flokkurinn eigi í viðræðum við Viðreisn á nokkrum stöðum, en hafi mest talast saman í Kópavogi, en vill ekki gefa upp hvort BF hafi talað við aðra flokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?