fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Kæra Vilhjálms setur Landsrétt í uppnám

Egill Helgason
Mánudaginn 5. febrúar 2018 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið athyglisverðasta mál er í uppsiglingu í hinum nýja Landsrétti – þegar hann er varla tekinn til starfa. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krefst þess að dómarinn Arnfríður Einarsdóttir víki sæti vegna vanhæfis. Arnfríður er ein fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í réttinn í stað þeirra sem hæfnisnefnd mælti með.

Pólitískt fárviðri hefur geisað um þennan gjörning, en nú reynir á þetta lagalega. Í síðustu viku var til umræðu dómur Evrópudómstólsins sem gæti gefið fordæmi um að annmarkar á skipun dómara gætu leitt til þess að dómar yrðu ómerktir. Mál eins og þetta eru ekki síst til umræðu vegna deilna um dómstóla í Póllandi.

Nú er það svo að Landsréttur sjálfur úrskurðar fyrst um hæfi dómara. En þaðan er hægt að vísa málinu til  Hæstaréttar sem er æðsta dómstigið innanlands. Hæstiréttur hefur blandast inn í deilur um það hvort það sé þröng klíka sem ræður í dómaramálum á Íslandi; sú gagnrýni hefur aðallega heyrst innan úr Sjálfstæðisflokknum.

En ef Hæstiréttur myndi samþykkja kröfu Vilhjálms er ljóst að fjórir dómarar í Landsrétti eru óstarfhæfir – og ferill dómsmálaráðherrans á enda.

Svo er ekki óhugsandi að málið geti farið alla leið til Evrópudómstólsins í Strasbourg og þannig dregist verulega á langinn.

Það er svo nokkuð spaugilegt að Vilhjálmur lögmaður er sonur og nafni Vilhjálms H. Vilhjálmssonar sem er nýskipaður dómari við Landsrétt – kom þar reyndar mjög vel út í hæfnismatinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins