fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Byr í seglin hjá Eyþóri þótt meirihlutinn haldi naumlega

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hlýtur að teljast nokkuð uppörvandi fyrir Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkinn. Fylgið er 35,2 prósent, næstum tíu prósentustigum meira en það var í síðustu kosningum og tveimur prósentustigum meira en það var 2ö10 þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir var í framboði. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu níu borgarfulltrúa í 23 manna borgarstjórn.

Meirihlutinn í borginni heldur en bara rétt svo. Björt framtíð þurrkast út. Samfylkingin tapar um 5 prósentustigum frá því í síðustu kosningum.

En við erum ekki komin með framboðin eins og þeir eiga eftir að verða. Framsókn nær ekki manni inn, en þeir eiga í raun alveg eftir að kynna lista sinn. Viðreisn er ekki búin að stilla upp, þannig að við vitum í raun ekkert hvernig henn á eftir að reiða af. Líklegra er að Viðreisn starfi með ríkjandi meirihluta en Sjálfstæðisflokkurinn. Miðflokkurinn sem fær 6 prósent mun nær ábyggilega starfa með Eyþóri.

En eins og áður segir ætti þetta að vera vindur í seglin hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er líka sennilegt að hann reki afar breiða og harðskeytta kosningabaráttu. Hinir flokkarnir þurfa að vera búnir undir það. Uppstillingin á listanum einkennist nokkuð af því að hverfin hafi sína fulltrúa – og það er væntanlega upptaktur að því að kosningabarátta Sjálfstæðismanna fari fram úti í hverfunum. Þetta verða ábyggilega mjög harðar kosningar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“