fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnarformaður Gray line segir útspil Isavia engu breyta: „Þetta er ennþá ofurgjald og ekkert annað“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Garðarsson

Ákvörðun Isavia í desember á síðasta ári um að hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar frá 1. mars næstkomandi, hefur dregið nokkurn dilk á eftir sér. Samtök ferðaþjónustunnar sáu sig knúin til að harma ákvörðunina, Félag hópferðaleyfishafa mótmælti gjaldtökunni og þá kærði Gray line ferðaþjónustufyrirtækið Isavia til Samkeppniseftirlitsins vegna misnotkunar á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku, sem er sögð óhófleg í besta falli.

 

Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu þess efnis, að bætt hefði verið inn „milliflokki“ á hópferðarbifreiðum og að fyrirhugað gjald verði ódýrara fyrstu sex mánuði samningsins, til að „veita ferðaþjónustuaðilum möguleika að aðlaga sig að breyttu fyrirkomulagi.“ Þetta sé gert vegna „ábendinga“, meðal annars frá aðilum í ferðaþjónustu.

 

Þórir Garðarson, stjórnarformaður Gray line, segir þetta nýjasta útspil Isavia engu breyta og hafi engin áhrif á kæru Gray line:

 

„Þeir lögðu fram þetta tilboð á fundi fyrir tveimur vikum, en þetta er bara vont og í raun það sama og áður var sagt. Þetta er bara liður í því að ná mönnum inn í viðskiptasamband með því að fá þá til að samþykkja 30% lægra gjald í hálft ár, en síðan fer þetta aftur upp í það ofurgjald sem áður var boðað,“

 

segir Þórir. Hann segir verðskrá Isavia í engum takti við raunkostnaðinn af rekstri bílastæðanna:

 

„Á meðan þeir gera ekki grein fyrir því hver kostnaðurinn er af því að reka þessi bílastæði, þá er ekki tímabært hjá þeim að setja upp slíka gjaldskrá. Þetta er í engum takti við þeirra kostnað af þessum bílastæðum. Og svo segja þeir að þetta gjald eigi að standa undir framkvæmdum inni í flugstöðinni, sem okkur þykir afar óeðlilegt. Þetta er opinbert fyrirtæki sem er í einokunarstöðu og getur ekki slengt fram hvaða verðskrá sem er. Við erum alveg tilbúnir að borga eðlilegt gjald sem færi í uppbyggingu og rekstur á þessum bílastæðum, líkt og tíðkast annarsstaðar, en þetta er ennþá ofurgjald og ekkert annað.“

 

Isavia fékk frest til að skila inn viðamiklum gögnum til Samkeppniseftirlitsins fyrir framgöngu kærumálsins, en búist er við frekari upplýsingum um gang mála frá Samkeppniseftirlitinu í þessari viku.

 

Upphafleg verðskrá:

 Smærri hópferðabifreiðar, 19 eða færri sæti =7.900

Stærri bifreiðar 20 sæti og yfir =19.900

Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina.

 

 

Nýja verðskráin:

Frá 1. mars til 31. ágúst 2018

Hópferðabifreið 19 farþega =3.200

Hópferðabifreið 20-45 farþega = 8.900 krónur

Hópbifreið 46 farþega eða fleiri =12.900 krónur.

Frá 1. september 2018 greiða minnstu bifreiðarnar 4.900, millistærð 12.500 og stærstu 19.900 krónur.

Ekkert gjald er tekið fyrir að skila farþegum í flugstöðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka