fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Benedikt baunar á ríkisstjórnina- Lofar og lastar fyrir verkleysi

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrum fjármálaráðherra, fer ekki fögrum orðum um ríkisstjórnina í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. Hann telur upp ýmsa hluti sem hún hefur gert, sem hún hefði betur látið ógert:

„Allt of oft gleymist að þakka fyrir það sem vel er gert. Því væri ánægjuefni að geta þakkað ríkisstjórninni fyrir vel unnin störf, en þegar litið er yfir feril hennar sést að það er ómögulegt, því stjórnin hefur nánast ekkert gert. Og þó. Hún hefur horfið frá stefnu fyrri stjórnar um að lækka almennan virðisaukaskatt. Hún hefur hægt á markmiðum fyrri ríkisstjórnar um að minnka hlut mengandi eldsneytis. Hún hefur ákveðið að hækka fjármagnstekjuskatt um 10%. Hún hefur dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum, þannig að peningastefnunefnd Seðlabankans treystir sér ekki til þess að halda áfram vaxtalækkunarferlinu sem stóð allt síðasta ár og hafði boðað framhald á miðað við fyrri fjármálaáætlun. Og hún ákvað að hafa kampavín í lægra skattþrepi en bjór, enda ekki að ástæðulausu nefnd kampavínsstjórnin. Ekkert af þessu er ástæða til þess að þakka.“

Þá lofar Benedikt ríkisstjórnina fyrir almennt verkleysi:

„Ráðherrarnir hljóta samt að hafa gert eitthvað fleira en mæta sem auglýsingaefni fyrir einkafyrirtæki. En þó að grannt sé leitað finnst ekkert. Og það er einmitt ljósi punkturinn. Ég vil því þakka ríkisstjórninni fyrir verkleysi. Öllum er ljóst að þessi ríkisstjórn var mynduð utan um fortíðina. Stefnt er að því að lækka aðgangseyrinn að náttúruauðlindum og gæta þess vel að markaðslögmálin fái ekki að ráða verðinu. Stefnt er að því að draga Ísland smám saman út úr samstarfi Evrópuþjóða og fylgja feigðarflani Breta. Stefnt er að því að tryggja að hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir í landbúnaðarmálum. Verkleysi ríkisstjórnarinnar er þess vegna lofsvert.“

Þá skammast Benedikt út í stjórnina fyrir að klára ekki gömul mál sem eru tilbúin frá hans ríkisstjórnarsetu:

„Ríkisstjórnin setti fram starfsáætlun þingsins fyrir vorþing og sú áætlun er efnismesta skjal sem frá stjórninni hefur komið. Á þingmálaskránni eru fjölmörg mál sem höfðu þegar verið lögð fram af fyrri ríkisstjórn á fyrra þingi eða voru tilbúin til framlagningar af hálfu Viðreisnarstjórnarinnar og virðist ekki vera mikill ágreiningur um. Ríkisstjórninni er samt um megn að prenta upp þau mál sem eru þegar tilbúin.“

Hann segir VG ekki lengur hafa ástæðu til að tala mest á þingi, þar sem enginn hafi neitt að segja lengur. Þá segir hann ríkisstjórnina úti að aka. Bókstaflega:

 „Auðvitað er ekki tími til slíks, þegar ríkisstjórnin og þingmenn hennar eru bókstaflega úti að aka. Næstu verkefni fulltrúa ríkisstjórnarinnar er að taka saman akstursskýrslur þingmanna, þar sem ríkisstjórnin sýnir mikinn metnað með því að fara allt aftur til 1. janúar 2018. Sumir hafa áhyggjur af því að lítill tími gefist til þingstarfa ef einhver mál koma loksins fram. Þær áhyggjur eru óþarfar. Þingmenn VG hafa í áranna rás lagt þann skerf helstan til þingstarfa að tala sem allra mest. Nú þegar þau eru komin í ríkisstjórn hafa þau ekkert að segja (þó að það hafi ekki alltaf haldið þeim frá pontunni). Því losna fjölmargir dagar sem ella hefðu verið undirlagðir í ræður þeirra. Tíminn er nægur, þó að það sé sem betur fer ekkert um að ræða frá stjórninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta