fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Utanríkisráðherra ávarpaði Mannréttindaráðið

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 26. febrúar 2018 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, talar á fundinum. Mynd-Stjórnarráðið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra brýndi aðildarríki SÞ til að halda í heiðri
grundvallarmannréttindi í ræðu sinni fyrir Mannréttindaráði SÞ í Genf í dag. Á sjötíu ára
afmæli mannréttindayfirlýsingar SÞ væri ástandi þessara mála víða ábótavant.

„Þrátt fyrir miklar framfarir á þeim sjö áratugum sem liðnir eru frá samþykkt
mannréttindayfirlýsingarinnar, til að mynda hvað varðar réttindi kvenna og hinsegin fólks, er
ærin ástæða til að þrýsta áfram á víðtækari virðingu fyrir réttindum allra og sporna við
afturför. Við heyrum það hvarvetna að framlag Íslands á sviði mannréttinda skipti máli og
Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangurinn fyrir ríki að halda hvert öðru við efnið.”

 

sagði Guðlaugur Þór að loknum ræðuhöldum.

Utanríkisráðherra gerði í ræðu sinni grein fyrir því að á síðasta ári hefði Ísland gert
alvarlega athugasemd í ráðinu við ástand mannréttindamála á Filippseyjum og talað þar fyrir
hönd næstum fjörutíu ríkja. Lýst hefði verið áhyggjum af þeim aðferðum sem stjórnvöld í
landinu beittu í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna og skorað á þau að gera allt sem þau
gætu til að binda enda á ólögmæt dráp á fólki. Ennfremur voru stjórnvöld hvött til að sýna
alþjóðastofnunum fulla samvinnu við að sækja til ábyrgðar þá sem brytu mannréttindi.
Utanríkisráðherra fagnaði því að Filippseyjar hefðu í kjölfar umfjöllunar í
mannréttindaráðinu á síðasta ári gefið til kynna að þau væru tilbúin til að bregðast við
athugasemdum annarra aðildarríkja SÞ.

„Við viljum nota þetta tækifæri til að skora á stjórnvöld á Filippseyjum til að halda áfram
á þessari braut og samþykkja án skilyrða eða takmarkana heimsókn frá erindreka Mannréttindaráðsins
og sýna auk þess mannréttindafulltrúanum fulla samvinnu með því að taka án tafar á móti óháðri
sérfræðinganefnd til að meta ástandið,“

sagði ráðherra en bætti því að ef filippeysk stjórnvöld
héldu uppteknum hætti yrði Mannréttindaráðið að íhuga frekari viðbrögð, til dæmis með
formlegri ályktun.

Utanríkisráðherra benti á að Filippseyjar eru um þessar mundir kjörnir meðlimir í
ráðinu en 47 ríki sitja þar með atkvæðisrétt hverju sinni. Gera þyrfti þá kröfu að ríki sem ættu
fulltrúa í ráðinu væru til fyrirmyndar í baráttunni fyrir mannréttindum og útbreiðslu þeirra.
Sama ætti því við um lönd eins og Sádí-Arabíu, Venesúela og Egyptaland – sem einnig eiga
sæti í Mannréttindaráðinu – en þar hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ástand
mannréttindamála.

Utanríkisráðherra lýsti ennfremur þungum áhyggjum af hroðalegum þjáningum sem
íbúar Sýrlands og Jemens hafa mátt þola undanfarin misseri. Nýjasta dæmið væru loftárásir á
óbreytta borgara í Ghouta í útjaðri sýrlensku höfuðborgarinnar Damaskus. Koma þyrfti á
varanlegum friði og veita nauðsynlega mannúðaraðstoð.

Utanríkisráðherra fjallaði í ræðu sinni einnig um viðleitni Íslendinga til að tala fyrir
jafnrétti kynjanna á alþjóðavettvangi. Íslendingar reyndu að sýna gott fordæmi og þó að verk
væri enn óunnið heima fyrir ynni núverandi ríkisstjórn markvisst að frekari úrbótum. Hann
ræddi einnig réttindi hinsegin fólks og lýsti því yfir að Ísland stefndi að þátttöku í
samtökunum Equal Rights Coalition, sem er nýr samstarfshópur meira en þrjátíu ríkja sem
vilja beita sér fyrir grundvallarréttindum hinsegin fólks.

 

Hér má lesa ræðu Guðlaugs, sem er á ensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka