fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Henry Kissinger forvitnaðist um mál Sævars Ciesielski

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 26. febrúar 2018 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Kissinger

Bandarísk stjórnvöld höfðu áhyggjur af meðferð íslenskra yfirvalda á Sævari Ciesielski og óttuðust að þau yrðu sér til skammar á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá bandaríska utanríkisráðuneytinu sem börn Sævars hafa undir höndum og Stundin greinir frá í dag.

 

Faðir Sævars var bandaríkjamaður og því fylgdist bandaríska sendiráðið hér grannt með málinu.  Bandarískur sendiráðsfulltrúi lýsti yfir áhyggjum sínum af meðferð íslenskra yfirvalda á Sævari Ciesielski á fundi með Einari Ágústssyni, þáverandi utanríkisráðherra, þann 22. Júlí 1976. Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og náinn ráðgjafi ýmissa Bandaríkjaforseta, virðist hafa fengið veður af málinu einnig. Hann óskaði eftir ítarupplýsingum um Sævar og Guðmundar- og Geirfinnsmálið frá sendiráðinu og spurði í kjölfarið:

„Hvað er það að mati sendiráðsins sem gerir þetta mál svona pólitískt viðkvæmt?“

 

Samkvæmt bréfaskiptum sendiráðsins við utanríkisráðuneytið í Bandaríkjunum, kemur fram í greiningu á málinu, að fulltrúar sendiráðsins töldu að Sævari væri haldið í svo langri og kyrfilegri fangelsisvist þar sem málið væri pólitískt viðkvæmt. Þá segir einnig að bandarísku fulltrúarnir hafi lýst undrun sinni við íslensk stjórnvöld að „á Íslandi þyrftu menn að sæta meðferð sem hvergi tíðkaðist nema í löndum sem ekki búa við vestrænar hefðir á sviði laga og réttar“ líkt og segir á vef Stundarinnar.

 

Grein Vilmundar Gylfasonar í janúar árið 1976, þá blaðamanns Vísis, um að Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefði haft óeðlileg afskipti af málinu, rataði einnig í skjöl bandaríkjamanna. Kenningar voru uppi um að eigendur og starfsmenn veitingahússins Klúbbsins hefðu tengst hvarfi Geirfinns varðandi smygl á spíra, en nytu hinsvegar verndar Framsóknarflokksins, vegna styrkveitinga. Þetta virðist hafa vakið athygli Kissinger sem óskaði eftir frekari upplýsingum um fórnarlambið og tengsl hans við sakborninginn og yfirvöld sem gerðu málið svo viðkvæmt pólitískt séð.

Sendiráðið gaf Kissinger eftirfarandi svör:

 

„Mál Sævars Marínós Ciesielskis er eldfimt vegna ásakana um að dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, hafi átt þátt í yfirhylmingu, eða að minnsta kosti ekki hirt um að láta rannsaka viðamikið smygl og skattalagabrot sem Sævar hafi átt aðild að. Ástæða hinnar meintu yfirhylmingar mun þá vera sú að aðrir aðilar viðviðnir málið séu mikilvægir styrkveitendur Framsóknarflokksins, flokks Ólafs Jóhannessonar. Óháð því hvort þessar ásakanir eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum, þá er ekkert sem bendir til nokkurra tengsla Ólafs Jóhannessonar og Sævars. Ráðherrann er þó augljóslega kominn í vörn og þetta gæti hæglega haft áhrif á stöðu núverandi ríkisstjórnar,“

 

segir í Stundinni.

 

Bandarísk yfirvöld tjáðu utanríkisráðherranum Einari Ágústssyni að þau hygðust ekki ætla að skipta sér af pólitískum innanríkismálum á Íslandi, en töldu sig þó knúin til að fylgjast með málinu þar sem bandarískum borgara hefði verið haldið í einangrun í meira en sjö mánuði án ákæru. Einnig voru íslensk stjórnvöld vöruð við að málið gæti orðið þeim til skammar, vonandi myndu þau „átta sig á þessu.“ Þetta kom fram í bréfi sendiráðsins þann 23. Júlí 1976.

Þá taldi sendiráðið í bréfinu að rígur væri milli íslenska utanríkisráðuneytisins og dómsvaldsins, þar sem starfsmenn utanríkisráðuneytisins væru meðvitaðir um mögulegar afleiðingar málsins:

 

„Lagalega er rétt hjá utanríkisráðuneytinu að framkvæmdavaldið getur ekki tekið fram fyrir hendurnar á dómstólum. Hins vegar teljum við skynsamlegt að reyna að koma tilteknum embættismönnum í skilning um hættuna á því að Ísland verði fyrir álitshnekki á alþjóðavettvangi.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka