Hann var kallaður hægláti Bítillinn. Var þeirra yngstur og varla kominn af unglingsaldri þegar hljómsveitin hans sló í gegn. Hann var sérlega aðaðandi maður með fallegt bros – og þegar hann var á sviði með Bítlunum tók hann lítil dansspor sem mér hafa alltaf þótt skemmtileg.
Þegar leið á tíma hljómsveitarinnar fór honum að líða illa með hina miklu frægð – og svo komust lögin hans ekki á plöturnar, þar voru þeir á fleti fyrir Lennon og McCartney. En sum verk hans eru meðal flottustu og mest spiluðu Bítlalaganna.
En hér er lag frá því löngu síðar. Hann syngur á skemmtilegan hátt um árin í Bítlunum. Og vinur hans Ringo Starr er með honum á myndbandinu.
Tíminn líður. Í dag eru liðin 75 ár frá fæðingu George Harrison. Hann fæddist í Liverpool 25. febrúar 1943.